Skipulag - Hönnun - Byggingar 3.tbl.1.árg.

Skipulag-Hönnun-Byggingar kemur nú út í þriðja sinn. Upplag blaðsin er 116.000 eintök og verður því dreift inn á velflest heimili á landinu, auk þess sem blaðið liggur frammi á yfir 60 afgreiðslustöðum N1 um allt land. Hér er því sennilega um að ræða eina stærstu útgáfu sérblaðs á Íslandi ídag. Blaðið er vettvangur skipulags, hönnunar og byggingarmála og markmiðið er, sem áður, að kynna skipulag sveitarfélaga víðs vegar um landið – en seinustu ár hafa verið mikill uppgangstími í íslenskri byggingasögu, sögu sem er ekki aðeins að breyta ásýnd margra sveitarfélaga, heldur daglegu lífi þess fólks sem þar býr – því eins og kemur fram í þessu 3. tölublaði, þá er skipulag bæja og borga undirstaða mannlífs.

Skipulag - Hönnun - Byggingar 3.tbl.1.árg. Greinar

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga