Skipulag - Hönnun - Byggingar 1. tbl 2. árg.
Skipulags- og byggingarmál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri. Þétting byggðar og síaukin landnotkun kalla ekki einungis á vandað skipulag heldur einnig auknar upplýsingar til almennings. 

Deilur um skipulagsmál má oftar en ekki rekja til skorts á upplýsingum.
Tilgangur þessa blaðs er meðal annars að auka flæði upplýsinga til almennings. Kynna til sögunnar ný skipulagssvæði og draga fram helstu einkenni þeirra. Varpa ljósi á nýjungar í hönnun húsnæðis og kynna almennt byggingarmarkaðinn á Íslandi og það sem hann er að bjóða upp á.
Vaxandi umhverfisvitund þjóðarinnar og breyttur lífsstíll kallar á ný úrræði með tilliti til skipulags. Þessum áherslubreytingum eru sveitarfélög, verktakar og hönnuðir að mæta en nauðsynlegt er að miðla upplýsingunum til almennings. Það gerum við!
Skipulag - Hönnun - Byggingar 1. tbl 2. árg. Greinar

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga