Landnámssýningin
Sýningin er glæsileg á að líta, fróðleg og nýstárleg og er gerð af tilfinningu fyrir rýminu og staðnum. Hér fara saman fjölbreytt miðlunartækni, gott aðgengi og framsetning í hæsta gæðaflokki." (úr áliti dómnefndar NODEM 2006, Nordic Digital Excellence in Museums) Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Lesa nánar um sýninguna Skoða muni sem er á sýningunni Leiðsögn Boðið er upp á leiðsagnir fyrir skólahópa á öllum skólastigum. Einnig er hægt að panta leiðsagnir fyrir hópa eftir samkomulagi. Panta þarf leiðsagnir með fyrirvara. Panta þarf leiðsögn fyrir hópa í síma 411 6370 eða á tölvupóstfangið: landnam@reykjavik.is

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga