Rammahús Byko
Rammahús Byko Grunnpakki að 32 fm húsi, sem inniheldur grind, glugga, hurðir, krossvið utan á hús, klæðningu og þakefni kostar 2,3 milljónir króna Sennilega hefur aldrei fyrr verið jafn auðvelt að byggja sumarhús og með nýju Rammahúsunum frá BYKO, en rammi þeirra kemur forsniðin frá Lettlandi og tilbúinn í pakka. Gluggar í húsin eru verksmiðjuframleiddir í Lettlandi, og allir í standardstærðum. Húsin eru hönnuð í samræmi við íslenskar byggingareglugerðir og er hönnuður þeirra Magnús H. Ólafsson, margreyndur hönnuður á sviði eininga- og sumarhúsa. Allar bygginganefndarteikningar fylgja, og margar gerðir teikninga eru í boði. Engin tvö hús eru eins. Efnið í húsin er framleitt eftir ströngustu gæðakröfum sem gerðar eru til sumarhúsabygginga á Íslandi. Innifalið er gerð aðalteikninga, skráningartöflu, sérteikninga og burðarþolsteikninga að því gefnu að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag eða ígildi þess hjá viðkomandi sveitarfélagi og afstöðumynd til notkunar við gerð aðalteikninga. Efnispakkann má fá í mörgum stærðum, allt frá 14 upp í 49 fermetra rammahús. Þau byggja öll á sömu grindareiningunni og eru því öll jafn breið. Auðvelt er að stækka húsin sem einnig getur verið spennandi valkostur í ferðaþjónustu þar sem hægt er að hafa húsin sem lengju smærri gistirýma með allt að 2-12 íbúðum. Raflagnir og pípulagnaefni er ekki innifalið í efnispökkum.
Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga