Glæsibær verslunarmiðstöð
Gott fólk í góðu húsi Verslunarmiðstöðin Glæsibær var opnuð í desember 1970 og var stærsta verslunarmiðstöð á Íslandi þar til Kringlan opnaði árið 1987. Alls eru 28 fyrirtæki starfandi í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ. Eigendur hússins eru 18 talsins en sumir hverjir eiga fleiri en eina rekstrareiningu þar. Glæsibær er mjög skemmtileg eining," segir Ævar Karlsson framkvæmdastjóri. „Þetta eru hæfilega stórar verslunareiningar sem hafa haldist vel í leigu og komist vel af í gegnum árin. Starfsemin hefur gengið vel og húsið er í fínum rekstri." Ævar hefur verið framkvæmdastjóri í Glæsibæ frá 2009. Fyrir tæpum tveimur árum stofnaði hann fasteignaumsjónardeild með Sólar ehf sem hefur síðan selt Glæsibæ þá þjónustu sem hann starfaði við áður -- en Sólar ehf er jafnframt að þjónusta önnur húsnæði. Langlífar verslanir Glæsibær varð 40 ára í desember 2010. Þetta var stærsta verslunarmiðstöð á Íslandi þangað til Kringlan opnaði 1987. En á þeim árum sem síðan eru liðin hafa einnig orðið miklar breytingar á Glæsibæ. Vesturturninn bættist við árið 2006 og bílastæðahúsið 2008. Turninn er núna fullnýttur og mjög lítið um laust pláss í verslunarhúsinu. Það losnaði nýlega pláss á 2. hæðinni þar sem læknamiðstöðin var eitt sinn til húsa og glersalurinn í vestur enda hússins verður laus frá áramótum, ásamt gamla danssalnum á jarðhæðinni. Verslunarrýmin hafa verið nánast fullskipuð frá upphafi og enn eru þar fyrirtæki sem hafa verið þar nánast frá byrjun, til dæmis úra- og skartgripaverslunin Heide, Snyrtivöruverslunin og Sportbarinn. Ævar segir fjölmörg önnur fyrirtæki hafa verið í húsinu í áraraðir, til dæmis Útilíf sem hefur verið þar hátt í 30 ár og sé þeirra langbesta verslun fyrr og síðar." En hvernig byrjaði þetta allt? „Silli og Valdi voru driffjöðrin á bak við byggingu Glæsibæjar. Fyrsta verslunin sem opnaði í húsinu var Nýlendu- og matvöruverslun Silla og Valda. Á þeim tíma var sú verslun stærsta kjörbúð á Norðurlöndum. Þeir voru líka með glæsilega snyrtivöruverslun og sögðu blákalt að „vart mun sú vörutegund finnast í heimi hér þar sem lögð er jafn mikil rækt við að þóknast viðskiptavininum." Hér var líka Hans Petersen, sem auglýsti tilboð á filmum með flasskubbum, Andersen & Lauth fataverslun, Húsgagnaverslunin Dúna, Heilsuræktin og Læknastöðin sem flutti af Klapparstígnum hingað inneftir og var á 2. hæðinni til 2008 þegar hún flutti í Turninn. Svo var hér blómaverslunin Rósin og í húsinu hefur alltaf verið starfrækt blómabúð. Hér var líka skóverslunin Skóhornið, Bókabúð Glæsibæjar og Útvegsbankinn og í kjallaranum veitingastaðurinn Útgarður og hársnyrtistofan Salon Veh." Samsetning fyrirtækja svipuð „Það voru gerðar töluverðar breytingar á húsinu og þeim lauk 2002. Þá var þriðja hæðin byggð ofan á húsið sem og viðbyggingarnar framan við það og glerhýsinu í miðjunni bætt við og eins vestan megin. Þá var opnaður nýr
Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga