Gistiheimilið Sigtún á Húsavík

Gistiheimilið Sigtún á Húsavík
Notaleg gisting á góðum stað

Æ fleiri leita eftir heimilislegu og notalegu andrúmslofti á áningarstöðum sínum og kjósa því að leita uppi minni gististaði.  Gistiheimilið Sigtún á Húsavík er einmitt slíkur valkostur. Staðsett í um fimm mínútna göngufjarlægð frá höfninni og að auki í húsi sem áður var hefðbundið íslenskt heimili. Hlýleg herbergin taka vel á móti þreyttum ferðalöngum og öll aðstaða innandyra er eins og best verður á kosið. 

Þægindi og gestrisni
Húsavík er vinalegur bær og gömul fallega uppgerð hús setja svip sinn á bæinn. Sigtún er meðal þeirra  og útsýnið yfir höfnina minnir á hvar uppspretta afkomu og gæfu íslenkra fiskiveiðibæja er að finna. Mikll metnaður hefur verið lagður í að gera herbergin bæði þægileg og notaleg. Markmiðið er að gestir geti dregið sig í hlé, notið næðis og hvíldar en einnig endurnýjað orkuna til að takast á við ný ævintýri að morgni.  Þetta vinalega hús býður upp á gistingu í átta herbergjum með uppbúnum rúmum. Þau skiptast í tvö einstaklingsherbergi, fjögur tveggja manna herbergi með tveimur rúmum eða einu og eitt stórt fjölskylduherbergi með rúmum fyrir sex manns. Gestirnir hafa aðgang að tveimur baðherbergjum með sturtum og í öðru er einnig baðker. Í eldhúsinu er grill og þægileg eldunaraðstaða og hægt er að tengjast Netinu á eigin vegum eða notfæra sér tölvu hússins sem öllum gestum er frjáls aðgangur að. Í húsinu er líka þvottavél og snúrurnar úti þurrka þvottinn á gamla mátann og skilja eftir notalegan ilm af sumri og sól í fatnaðnum.

Kyrrð og gleði
Eigendur Gistiheimilisins Sigtún leggja metnað sinn í skapa gestum sínum skjól og heimili að heiman. Fyrir utan gluggann bíður heimurinn með ótal tækifærum og ævintýrum en hreinir, mjúkir koddarnir gefa færi á að gleyma sér við drauma, njóta kyrrðarinnar og sofa draumlausum svefni eftir lýjandi ferðalag. 

Gistiheimilið Sigtún
Túngötu 13 • 640 Húsavík
+354 864 0250
gsigtun@gsigtun.is
www.guesthousesigtun.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga