Hótel Djúpavík á Ströndum
Hótel Djúpavík á Ströndum
Þar sem kyrrðin ríkir
Í Reykjafirði á Ströndum ríkir nú kyrrðin ein en það var ekki alltaf svo. Djúpavík varð miðstöð veiða og vinnslu á silfri hafsins  á síldarárunum og fylltist af verkafólki. En síldin hvarf og nú á dögum sækja þessa skjólgjóðu vík náttúruunnendur til að njóta friðarins og hins sérstæða umhverfis. Hjónin Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigurbjörnsdóttir veita síðan hvíld og næringu á Hótel Djúpavík að lokinni dagsferð.

Kvennabragginn
Stærsti hluti hótelsins er í húsi sem kallað var kvennabragginn en það var svefnskáli síldarsöltunarstúlknanna sem stóðu á planinu í Djúpuvík meðan síldinni var mokað upp úr firðinum fyrir utan.  Hótelið er rekið árið um kring en í því eru átta tveggja manna herbergi. Að auki er boðið upp á gistingu í sumarhúsunum Álfasteini og Lækjarkoti, sem hýst geta r allt að 18 manns og eru þau bæði oftast full yfir sumartímann.
 Eva og Ásbjörn reka menningartengda ferðaþjónustu og hafa sett upp  sögusýningu í gamla verksmiðjuhúsinu þar sem saga Djúpavíkur er rakin í máli og myndum. Þau hafa einnig boðið upp myndlistar- og ljósmyndasýningar og haldið tónleika. Þau bjóða gestum upp á leiðsögn í gegnum verksmiðjuna og sýningarnar þar og einnig hafa þau gefið fólki góð ráð varðandi gönguleiðir og bent á áhugaverða áningarstaði í nágrenninu.

Kajak
róður og sjóstöng
Í Djúpuvík er einnig hægt að reyna sig í kajakróðri á lygnri víkinni eða leigja bát og renna fyrir stórfiska með sjóstöng og ekki veitir af afþreyingu fyrir sístækkandi hóp ferðalanga sem leggja leið sína á hinar ógleymanlegu Strandir.


Hótel Djúpavík
Djúpavík • 524 Árneshreppur
+354 451 4037
djupavik@snerpa.is 
www.djupavik.com


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga