Jökulsárlón
Í Ríki Vatnajökuls er skammt stórra högga á milli, hæsti tindur Íslands Hvannadalshnjúkur, gnæfir þar yfir og botninn á Jökulsárlóni er lægsti punktur undir sjávarmáli sem fyrirfinnst hér. Þessi einstaka náttúrusmíð, sem Jökulsárlónið er, dregur að sér þúsundir ferðamanna á ári hverju. Sigling um það er ævintýri sem fáir standast en síbreytileiki vatnsins, íssins og aðstæðna gera hverja ferð einstaka og á hinni árlegri flugeldasýningu má sjá öll litbrigði jarðar speglast og endurkastast af vatni og ís. 

Náttúruöflin að leik

Jökulsárlón fer sístækkandi eftir því sem jökullinn hörfar en fyrir árið 1950 rann áin um það bil 1.5 km leið til sjávar. Nú er hefur lónið færst mun nær ströndinni en áður og þess sést stað í þeirri staðreynd að sjávarfalla gætir í því og selir synda þar um bátsfarþegum til mikillar ánægju. Fuglalíf á og í kringum Jökulsárlón er einnig mikið og oft má sjá þar endur og sjófugla í leit að æti. Allir sem leggja leið sína að Jökulsárlóni eru snortnir af kyrrðinni innan um tignarlega ísjaka og á góðviðrisdegi er fegurðin nánast ójarðnesk. Djúpt dimmblátt vatnið endurkastar ljósinu og hvítir jakar mynda formfagra skúlptúra á floti. Að standa á bakkanum er engu líkt en sigling á milli þessara listaverka náttúrunnar ógleymanleg. Á eftir er svo hægt að setjast niður í kaffistofunni og gæða sér á góðu íslensku bakkelsi.

Síbreytileg veröld
Jökulsárlón er einn af þeim áfangastöðum á Íslandi sem engum nægir að heimsækja einu sinni.  Í raun skiptir ekki máli hversu oft fólk hefur komið þar við eitthvað nýtt, gerólíkt og heillandi blasir við í hvert sinn sem stoppað er á þessum einstaka stað.

Icelagoon/Jökulsárlón ehf
Reynivöllum 3 • 781 Hornafjörður
+354 478 2222
info@icelagoon
www.jokulsarlon.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga