Greinasafni: Sveitarfélög einnig undir: Veitingar
Pallurinn; frumlegt og frjálslegt veitingahús
Pallurinn frumlegt og frjálslegt veitingahús
Meðal nýjunga á Húsavík í sumar er hið einstaka veitingahús Pallurinn. Það er staðsett á þaki Björgunarsveitarhússins með útsýni yfir bæinn og höfnina. Þarna er boðið upp á heilgrillað lamb, fisk úr flóanum, rækjur og annað góðgæti matreitt af öruggum höndum verðlaunakokksins Völundar Snæs Völundarsonar. Hann og kona hans, Þóra Sigurðardóttir eru nú hægt og hægt að slíta tengslin við Bahamaeyjar og verða bráðum alkomin heim. Á þaki Björgunarsveitarhússins hefur verið komið fyrir eldhúsi með góðu grilli og 40 fm tjaldi. Gestir geta setið inni í tjaldinu eða notið þess að borða utandyra eftir hressilega hvalaskoðunarferð með Gentle Giants á Húsavík. „Hugmyndin að þessum stað hefur verið að gerjast lengi,“ segir Völli. „Okkur hjónunum langaði að gera eitthvað fyrir norðan á sumrin og þegar ekki varð af öðru verkefni hjá okkur var ákveðið að skella upp grilli og bjóða fólki að borða fyrsta flokks mat við  fábrotnar og einfaldar aðstæður. Veitinghús gerast ekki frjálslegri og afslappaðri en Pallurinn.“

Heimsklassamatur í sveitastemmningu

Á Pallinum er sveitastemmning eins og hún gerist best, enda er Völli alinn upp í Aðaldalnum og kann að fara með íslenskt hráefni á listilegan máta. Völli Snær hefur rekið vinsælan veitingastað, Ferry House,  á Bahamaeyjum um árabil. Hann kenndi landsmönnum einnig að elda nýstárlega og gómsæta rétti í sjónvarpsþáttunum, Borðleggjandi með Völla Snæ og Grillað með Völla Snæ. Matreiðslubækur hans, Delicious Iceland og Silver of the Sea voru báðar tilnefndar til Gourmand-verðlaunanna og sú fyrrnefnda fékk sérstaka viðurkenningu í Peking 2007.  Samnefndir sjónvarpsþættir, Delicious Iceland,  sýndir á RUV , á BBC Living og víðar um heim og nú gefst þeim sem leggja leið sína um Húsavík í sumar færi á að njóta matreiðsluhæfileika meistarkokksins.  Pallurinn er vinsæll viðkomustaður meðal heimamanna sem tekið hafa þessari nýjung opnum örmum. Ferðamenn kunna einnig að meta þennan frumlega stað og að sögn Völla eru allar líkur á að hann sé kominn til að vera.

Pallurinn
Hafnarstétt 7 • 640 Húsavík
+354 496 1440 
info@pallurinn.is
www.pallurinn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga