Potturinn, uppáhaldsveitingahús margra
Potturinn uppáhaldsveitingahús margra
Fjölbreyttur og góður matur
Veitingastaðurinn Potturinn er þekktur fyrir notalegt andrúmsloft, góðan mat og það hversu vel er tekið á móti börnum. Boðið er upp á rétt dagsins í hádeginu á virkum dögum , súpu og nýbakað brauð og veglegur salatbar á hverjum degi en auk þess er fjölbreyttur matseðli þar sem áhersla er lögð á hefðbundið íslenskt hráefni eldað á hugmyndaríkan hátt. Potturinn hefur þjónað vegfarandum í Húnaþingi um árabil og þar er tekið á móti bæði einstaklingum og hópum. Potturinn tekur 80 manns í sæti og er sérstaklega fjölskylduvænn með barnahúsi, barnasalerni og skiptiaðstöðu að ógleymdum barnamatseðlinum.. Hinir fullorðnu geta valið um hefðbundið íslenskt eldhús með indverskum áhrifum auk matar úr héraði og heilsurétti.

Fjalla-Eyvindur kominn til byggða
Á efri hæðinni er rekinn nýr og þematengdur veitingastaður, Eyvindarstofa,  sem tekur 70  manns í sæti. Segja má að nú sé Fjalla-Eyvindur loks kominn til byggða. Sérstakur þjóðlegur matseðill er í boði auk fræðslu um líf og feril útlagans. Veggir, loft, gólfefni og aðrir innanstokksmunir minna á hver Eyvindur var og stemmningunni á fjöllum miðlað með hljóði sem minnir á lyngvaxnar heiðar og hveri. Mikið er lagt upp úr upplifun gestanna í stofunni og á ljósmyndum og í texta er rakinn ævi þessa þekktasta útlaga landsins. Eyvindur var mikill hagleiksmaður og fléttaði listilega körfur úr grávíði sem hann gaf þeim er veittu honum lið að launum.  Borðbúnaðurinn í Eyvindarstofu var hannaður með það í huga að endurspegla handverk útlagans og heiðra minningu þessa gáfaða en um margt ógæfusama manns. Heillandi saga þeirra Eyvindar og Höllu lætur engan ósnortinn og á þessum nýstárlega vetingastað má njóta bæði matar og upplifa söguna. Hver veit nema og ást Eyvindar á hálendinu skýrist eitthvað í hugum þeirra sem snæða hægeldað lamb., ferskan lax, rúgbrauð og rabarbara í þessu einstæða umhverfi.

Potturinn

Norðurlandvegi 4 • 540 Blönduósi
+354 453 5060
pot@pot.is
www.pot.is

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga