Greinasafni: List
Handsmíðuð íslensk úr, Gilbert

Handsmíðuð íslensk úr
Mælir ævistundir

Síbreytileg íslensk náttúra er innblástur fjölda lista- og handverksmanna. Nýjasta smíði JS Watch co., Frisland, ber þess sannarlega merki en þetta einstaka handsmíðaða úr er skreytt gömlum útskurðarmynstrum og skífan er gerð úr ösku frá Eyjafjallajökli. JS Watch co er eina úraverksmiðja landsins og sennilega minnsti úraframleiðandi í heimi. En margur er knár þótt hann sé smár og úrin sem þeir smíða eiga sennilega fáa sína líka. Frá upphafi framleiðslunnar hefur verið leitast við að sameina, glæsilega hönnun, vandað úrverk og falleg armbönd. Vönduð úr eru munaðarvara og fylgihlutur sem bæði karlmenn og konur njóta þess að velja, bera og eiga. En úr er ekki bara skartgripur. Það er nytjahlutur sem hjálpar okkur að gegna skyldum okkar, halda loforð og skapa góðar minningar.

Tímalaus hönnun og vandað úrverk
Úrin eru íslensk frá grunni. Þau eru hönnuð á teikniborði þeirra félaga, Grímkels Sigurþórssonar hönnuðar, Sigurðar Gilbertssonar úrsmiðs og Júlíusar Heiðarssonar flugstjóra. Allir íhlutir úrsins eru síðan framleiddir eftir þeirra fyrirsögn í sérhæfðum verksmiðjum í Þýskalandi og Sviss og settir saman hér á landi undir ströngu gæðaeftirliti Gilberts Ó. Guðjónssonar úrsmiðs sem nýtir áralanga þekkingu og reynslu sína af úrsmíði til að tryggja að hvert og eitt úr standist ströngustu kröfur.

 Stoltir úreigendur
Úrin frá JS Watch co. eru þegar orðin mjög eftirsótt meðal safnara. Sú ákvörðun að skila einstökum gæðaúrum hefur borgað sig því fljótt flýgur fiskisagan. Stoltir og ánægðir eigendur láta vini sína vita og þannig skapast nýr markaður á hverjum degi. Quentin Tarrantino og Viggo Mortensen eiga hvor sitt úr og nú hefur Elvis Costello bæst í hóp stoltra úreigenda.

Gilbert Úrsmiður
Laugavegur 42 • 101 Reykjavík
+354 551 4100
www.gilbert.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga