Greinasafni: Sveitarfélög einnig undir: Hótel og gisting
Hótel Reynihlíð

Hótel Reynihlíð
Gestrisni í Reykjahlíð í heila öld

Á þessu ári er haldið upp á hundrað ára búsetu í Gamlabænum í Reykjahlíð og sjötíu ára  afmæli hótelrekstrar í Reynihlíð.

Gamli bærinn í Reykjahlíð
Árið 1911 var ráðist í það þrekvirki að reisa nýtt steinhús í Reykjahlíð sem viðbót við þau húsakynni sem fyrir stóðu, enda var gestanauð mikil á bænum og oft lítið um laust rými.  Inn í þetta nýja hús var flutt árið 1912.  Með þessu skapaðist meira og betra pláss fyrir bæði heimafólk og gesti en áður var algengt að gengið væri úr rúmi um lengri eða skemmri tíma svo gestir gætu notið. Í dag er þetta hús kallað Gamli bærinn í Reykjahlíð og er eitt elsta steinhús á Norðurlandi. Það er í fullri notkun enn, eitthundrað árum síðar, sem fallegt og hlýlegt kaffihús, þar sem gestir geta gætt sér á gómsætum réttum frá morgni til kvölds. 

Hótel Reynihlíð
Hótel Reynihíð er lúxushótel staðsett í einni af stórkostlegustu perlum íslenskrar náttúru, Mývatnssveit. Í Reynihlíð hefur verið tekið á móti gestum í 70 ár en hjónin Pétur Jónsson og Þuríður Gísladóttir hófu árið 1942 að taka á móti gestum á heimili sínu og leigðu út fimm herbergi. Fjölskylduhefðinni var svo haldið við af næstu kynslóð og nú hefur sú þriðja tekið við en hjónin Pétur Snæbjörnsson, barnabarn Péturs og Þuríðar, og Erna Þórarinsdóttir eru eigendur Hótels Reynihlíðar og Gamla bæjarins í dag. Elsti hluti hótelbyggingarinnar var byggður árið 1949 en síðan hefur verið byggt við og endurbætt eftir því sem þörfin hefur kallað. Í dag er boðið upp á 41 fyrsta flokks herbergi, fundaraðstöðu og frábæran íslenskan mat á veitingahúsi hótelsins, Myllunni þar sem áhersla er lögð á hráefni úr heimabyggð.

Hótel Reykjahlíð
Hótel Reykjahlíð er nýjasta viðbótin í Reynihlíðarfjölskyldunni.  Reynihlíð hf. keypti þetta gamla og virðulega hótel sem stendur á bakka Mývatns í mars síðastliðnum. Hótelið hefur yfir að ráða 9  notalegum herbergjum með baði og  skipar heimilislegt andrúmsloft og persónulegt viðmót sérstakan sess þar innandyra. Rætur þessara tveggja hótela,  Hótels Reynihlíðar og Hótels Reykjahlíðar og einnig Gamla bæjarnins koma úr sömu fjölskyldu en sú fjölskylda byggði upphaflega Gamlabæinn í Reykjahlíð og hafa ferðamenn því notið gestrisni þessarar fjölskyldu í 100 ár.

Hótel Reynihlíð

660 Mývatn
+354 464 4170
bookings@reynihlid.iswww.reynihlid.is">
www.reynihlid.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga