Greinasafni: Veitingar
Kaffi Ást í hjarta Akraness
Kaffi Ást í hjarta Akraness
Heitur staður
Kaffi Ást er heimilislegt kaffihús í hjarta Akranessbæjar sem býður upp á næringu fyrir bæði sál og líkama. Þessi notalegi staður er opinn alla daga og margir leggja þangað leið sína til að njóta  léttra mátíða og slökunar. Ró og friður einkennir andrúmsloftið á Kaffi Ást og gestir njóta sín þar vel að sögn, Högna Gunnarssonar en hann og kona hans, Elena Koslova hafa lagt mikla vinnu og hugsun í að gera staðinn aðlaðandi. Elena er listakona og Kaffi Ást er gallerýið hennar. Hún málar og vinnur listaverk úr steinum sem þau hjónin tína sjálf og bera heim.
 
Skjólgóður skrúðgarður
Á bak við Kaffi Ást er Skrúðgarðurinn á Akranesi en þar er mikil veðursæld og Högni ætlar í sumar að koma gosbrunninum þar aftur í gang en hann lífgar sannarlega upp á umhverfið. Kaffi Ást einnig svokallaður heitur reitur svo þangað koma heimamenn á Akranesi og ferðamenn með tölvurnar sínar og njóta fyrsta flokks kaffibolla meðan farið er á Netið eða unnin verkefni.
Aðstaða til skemmtanahalds er í hliðarsal og í vetur ætla þau hjónin að bjóða upp á ýmsa menningarviðburði og skemmtun þar. Kaffi Ást er því áhugaverð við bót við bæjarlífið á Akranesi.

Kaffi Ást
Kirkjubraut 8 • 300 Akranesi
+354 571 2230
Erum á Facebook

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga