Hagleikur og hugsun í Húsi Handanna

Húsi Handanna
Hagleikur og hugsun
Ein fallegasta hönnunar- og handverksverslun landsins er á Egilsstöðum. Hús Handanna -  Art and Design er í senn verslun og gallerí í björtu og glæsilegu húsnæði þar sem hagleikur listamannanna nýtur sín til fulls. Lögð er áhersla á sérvaldar gæðavörur og aðeins fyrsta flokks handverk og listræn hönnun eru þar til sýnis og sölu.  Verslunin er staðsett í hjarta bæjarins við fjölförnustu krossgötur á Austurlandi. Markmiðið með rekstrinum er að selja íslenska vöruhönnun eins og hún gerist best og bjóða ferðamönnum upp á minjagripi sem hafa í senn tilfinningalegt og listrænt gildi. Vöruúrvalið er mikið og þarna má finna fatnað, nytjahluti, listaverk og matarminjagripi. Matarminjagripaframleiðsla er tiltölulega ný grein á Íslandi en í Húsi Handanna má njóta alls þess góðgætis sem Austurland hefur upp á að bjóða og færa ástvinum að ferð lokinni.

Töfrandi staður á krossgötum
Lögð er áhersla á hlýlegt og skapandi andrúmsloft innandyra og allar innréttingar, uppstillingar og uppsetning vörunnar endurspegla ríka sköpunargleði lista- og hagleiksfólksins sem hér kemur að verki. Hús Handanna deilir húsnæði með Upplýsingamiðstöð ferðamanna þannig að slá má tvær flugur í einu höggi, njóta listar og fegurðar og fá hagnýtar upplýsingar um hvert skal haldið næst.

Á krossgötum liggja vegir til allra átta og íslensk þjóðtrú geymir sagnir um að það borgi sig að staldra við þar sem þannig háttar til.  Hús Handanna er kannski ekki töfrastaður en sannarlega töfrandi staður. Ferðamenn geta þar kynnt sér allt það besta sem Austurland hefur uppá að bjóða, gæðahönnun, listhandverk, austfirskar krásir og myndlist af Austurlandi auk vandaðrar hönnunar og verka úr öðrum landshlutum.

Hús Handanna
Miðvangur 1-3 • 700, Egilsstaðir
+354 471-2433
info@hushandanna.is
www.hushandanna.is
Erum á Facebook

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga