Greinasafni: Veitingar
Mosfellsbakarí – metnaður í 30 árMosfellsbakarí – metnaður í 30 ár
Gæði og gómsætt handverk

Mosfellsbakarí opnaði dyr sínar fyrir viðskiptavinum í fyrsta sinn þann 6. mars árið 1982. Vandaðar vörur þeirra slógu umsvifalaust í gegn og margir lögðu á sig langan akstur til að gleðja fjölskylduna með góðu brauði og gómsætum kökum á sunnudagsmorgnum. Nú er hins vegar ekki nauðsynlegt að aka yfir Elliðaárnar til að fá með sunnudagskaffinu því Mosfellsbakarí er líka við Háaleitisbraut og handunnið súkkulaði Hafðliða má nálgast í gamla Fógetahúsinu við Aðalstræti. Ragnar Hafliðason bakari og kona hans, Áslaug Steingrímsdóttir hófu reksturinn en nú er öll fjölskyldan að meira eða minna leyti farin að vinna fyrir fyrirtækið. Hafliði Ragnarsson konditorimeistari var tekinn tali um hvað væri framundan og hann segir að helsta markmiðið vera að halda fyrsta flokks gæðum í allri framleiðslu. „Því náum við með góðum hráefnum. Við vinnum mikið með súrdeig og heilkorn og erum smátt og smátt að auka úrval þeirra hollustuvara sem við erum með á boðstólum,“ segir hann. „Þetta er lítið bakarí og við ætlum okkur ekki að stækka meira því eftir því sem svona fyrirtæki stækka því erfiðara er að passa gæðin og við höfum haldið uppi ströngu innra eftirliti.“

Fæða guðanna, súkkulaði
Bakaríin eru orðin tvö og kaffihús rekin í tengslum við þau bæði. Léttir réttir eru fáanlegir í hádeginu og allir þekkja orðið handunna konfektið sem Hafliði var fyrstur til að framleiða hér á landi. „Já, konfektborðin hafa unnið sér sess þótt það hafi tekið svolítinn tíma fyrir Íslendinga að átta sig á að konfekt er góðgæti stundarinnar en ekki til að setja upp í skáp og geyma.“ Með aukinni kaffimenningu færist það líka stöðugt í vöxt að fólk kíki við hjá Hafliða, velji sér mola og ylji sér síðan við góðan kaffibolla og fyrsta flokks súkkulaði. Konfekt er líka frábær gjöf eins og ferðmenn sem koma við í Aðalstrætinu vita. En hvort sem menn kjósa kökur, brauð, kaffi eða fæðu guðanna, súkkulaði er óhætt að koma við í Mosfellsbakaríi alla daga vikunnar.

Mosfellsbakaríi
Háholti 13 270 Mosfellsbæ
+354 566 6145
mosbakk@mosbak.is
www.mosfellsbakari.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga