Gamla fjósið, áningarstaður í alfaraleið

Gamla fjósið,  áningarstaður í alfaraleið
Matur og svo margt fleira
Við þjóðveg eitt í aðeins 25 km fjarlægð frá Hvolsvelli er Gamla fjósið, spennandi veitingastaður undir tignarlegum tindum Eyjafjalla. Ekki er hægt annað en að dást að þeirri skemmtilegu hugmynd að endurgera gamalt fjós, opna hana ferðamönnum og verma þá að innan með góðum mat áður en haldið er lengra. Gamla fjósið er svo sannarlega frábær viðbót við vaxandi fjölda veitingastaða við þjóðveginn sem leggja metnað í að bjóða það besta í mat og drykk úr héraði.
Vel hefur verið að öllum endurbótum staðið þótt einfaldleiki gamla gripahúsins fái að njóta sín. Boðið er upp á nautakjöt ræktað á býlinu sjálfu og hamborgarnir eru engu líkir. Hamborgari bóndans með sveppum og lauk eða sveitaborgari með frönskum eru full máltíð, enda kjötið ósvikið.  Heit og næringarrík nautakjötsúpa, Eldfjallasúpa er meðal vinsælustu rétta á matseðlinum en hún er borin fram með heimabökuðu brauði úr byggi frá Þorvaldseyri. Steik og ferskt grænmeti beint úr kálgörðum sveitarinnar eru  krásir engu líkar og sama má segja um ferskan fisk dagsins eða humar. Í eftirrétt er svo heimatilbúinn Fossís frá Vík. Og til að skola krásunum niður bjóðast marskonar drykkir meðal annars Kötlujarðvangsbjór.

Kaffhlaðborð og upplýsingar
Um hverja helgi er svo kaffihlaðborð á gamla mátann Tertur, brauðtertur og aðrar krásir sem allir Íslendingar þekkja eru boðnar á góðu verði. Börn undir sjö ára borða frítt en hálft verð er fyrir aldurshópinn 7-12 ára. Í Gamla fjósinu má njóta þess að sitja inni, skrafa og skeggræða við borðið eða setjast út og njóta útsýnis til fjallanna háu og til hafs. Ekki skemmir svo að starfsfólkið er boðið og búið að spjalla, veita upplýsingar og kynna ferðafólki spennandi staði í næsta nágrenni.

Í sumar verður svo af og til boðið upp á lifandi tónlist á kvöldin og í haust mun hefðbundinn íslenskur matur verða þema októbermánaðar og í nóvember skreytir villibráð matseðilinn og í desember býðst jólahlaðborð með öllum uppáhaldsjólakrásum landans. Gamla fjósið snýst greinilega um fleira en mat og sannarlega heimsóknarinnar virði. 

Gamla fjósið
Hvassafelli • 861 Hvolsvelli (dreifbýli)
+354 487 7788
gamlafjosid@gamlafjosid.is
www.gamlafjosid.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga