Greinasafni: Sveitarfélög einnig undir: SöfnList
Safnahúsið á Húsavík - Menningarmiðstöð Þingeyinga

Safnahúsið á Húsavík - Menningarmiðstöð Þingeyinga
Varðveisla minninganna á Húsavík

Sterk tengsl við fortíðina og forfeðurna er meðal þess sem einkennir Íslendinga. Áhugi á ættfræði og kjörum þeirra sem byggðu landið á undan okkur er flestum í blóð borin og hvergi er sagan jafnlifandi og á byggðasöfnum hringinn í kringum landið. Hið skemmtilega Safnahús á Húsavík er þar engin undantekning og þar komast í snertingu við gamla menningu landsins og fá innsýn í kjör þeirra sem lögðu grunn að lífi þeirra sem nú lifa. Þrjár fastar sýningar eru í Safnahúsinu, sýningin Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslu, Sjóminjasýning og Saga Samvinnuhreyfingarinnar sem einmitt er upprunnin í Þingeyjarsýslu.
Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjasýslu er tilnefnd til íslensku safnaverðlaunin í ár en hún endurspeglar lífið á íslensku bóndabæjum á síðustu öld og hversu sjálfum sér nógir bændur voru um flesta hluti. Á Sjóminjasýningunni er að finna báta og fiskveiðitól fyrri tíma og eru sýningagripir bæði utan- og innandyra. Saga Samvinnuhreyfingarinnar er skemmtileg margmiðlunarsýning innan aðalsýningarinnar Mannlíf og náttúra. Þar má fá innsýn í þær hugsjónir og framfaraþrá sem rak Samvinnumenn áfram í árdaga hreyfingarinnar.

Leikfangasýning og alíslenskt handverk
Á vegum Safnahússins eru einnig söfnin að Grenjaðarstað og Snartastöðum. Þar má rekja sögu búskapar og þróun mannlífs í landinu. Grenjaðarstaður er höfuðból og hefur verið í byggð frá landnámi. Þar var kirkja, safnaðarheimili og pósthús og í raun miðstöð mannlífs í sveitinni. Í Sérsýning er í pósthúsinu sem segir ævintýralega sögu póstþjónustu í landinu. Aðstaða er á Grenjaðarstað til að borða nesti og að góðum íslenskum sið er boðið upp á kaffi.
Snartarstaðir er safn og safnakaffi skammt frá Kópaskeri. Leikfangasýningin sem þar er nú hefur vakið mikla athygli og ánægju og sömuleiðis hið fallega handverk sem unnið er af íbúum sveitarinnar. Í safnakaffinu er handverksbúð þar sem er að finna nytjahluti skreytta hefðbundnum íslenskum útsaumsmynstrum og prjónavörur unnar af íslenskum handverkskonum. 

Lifandi menning
Safnahúsið gegnir auk þess menningarhlutverki og þar er merkilegt ljósmyndasafn og skjalasafn sem verið er að merkja og flokka. Fólk úr landsfjórðungnum kemur þar líka saman til að rækta íslenska arfleifð. Nýlega var á Vopnafirði haldið námskeið í samstarfi við Safnahúsið undir yfirskriftinni, Rímur og rokk. Þar lærðu ungmenni að ekki svo mjög langt er milli tónlista fortíðar og nútíðar. Áætlað er að framhald verði á þessu verkefni auk fjölda annarra sem gestir Safnahúsins geta kynnt sér og notið.

Menningarmiðstöð Þingeyinga
Stóragarði 17 • 640 Húsavík
+354 464-1860
safnahus@husmus.is
www.husmus.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga