Greinasafni: Afþreying
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Lífið er söngur glaumur gaman...

Sumarbúðirnar Ævintýraland hefja nú sitt fimmtánda sumar af gleði og endalausum ævintýrum. Starfsemin fer fram á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði og eru eru ætlaðar börnum á aldrinum 7-15 ára. Sumarbúðirnar eru hlutlausar í trúmálum og er meginmarkmiðið að hafa dvölina eins skemmtilega, jákvæða og sjálfstyrkjandi og hægt er. Svo er maturinn líka æðislegur!
Árið 1998 stofnsetti Svanhildur Sif Haraldsdóttir, forstjóri og sumarbúðastjóri Ævintýralandið, en hún var ekki há í loftinu þegar draumurinn um að starfrækja sumarbúðir kviknaði. Hún hafði sjálf farið í sumarbúðir og fannst þá strax vanta meiri fjölbreytni. Líkt og fullorðnir eru börn ólík, það sama hentar ekki öllum segir Svanhildur, en sú hugsun var grunnstefið við stofnum Ævintýralandsins. „Börnin njóta þess að hafa val um hvað þau vilja hafa fyrir stafni,  en boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu við allra hæfi.  Aldursskipt er í hópa sem hver hefur sinn umsjónarmann og það finnst mér mikilvægt upp á upp á öryggistilfinninguna. Að einhver einn sem er nokkurs konars ígildi foreldris, vekur þau á morgnana, borðar morgunverðinn með þeim, segir þeim kvöldsögu fyrir svefninn og slíkt. Yfir nóttina erum við svo með næturvörð sem börnin  geta leitað til ef þau vakna eða gengur illa að sofna.“

Húllumhæ !
Fyrsta daginn eru námskeiðin kynnt og börnin velja sér það námskeið sem þeim líst best. Listaverkagerð, leiklist, grímugerð, tónlist/dans, kvikmyndagerð, ævintýranámskeið og íþróttir eru í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en mikil áhersla er lögð á að fá starfsfólk með menntun á sviði lista, kennslu eða uppeldis- og sálfræði. Námskeiðin eru öll innifalin í dvalargjaldi en aðeins þarf að borga aukalega fyrir reiðnámskeið. Síðasta kvöldið er svo afrakstur námskeiðanna sýndur á sérstakri hátíðarkvöldvöku og allir eru stjörnur kvöldsins! Námskeiðin standa frá hádegi fram að kaffi og á kvöldin eru leikir og kvöldvökur. Karaókí, draugaleikrit og fleira skemmtilegt og svo er sögð kvöldsaga fyrir svefninn fyrir þau börn sem vilja.
Afþreying fyrir hádegi og þegar færi gefst er afar fjölbreytt. Má telja sund, íþróttir inni og úti, trampólín, bandfléttur í hár, vinabandagerð, tattú með húðvænum tússpennum, kassabílarallí og föndurstofu þar sem hægt er að leira, teikna,mála, föndra, gera kort og skrifa, hægt er að fara í píluspil, lesa, gera sumarbúðadagbók og margt fleira. Einnig er kertagerð, útileikir og gönguferðir.

Ánægð börn og þakklátir foreldrar
Lagt er mikið upp úr daglegum hádegisfundum hjá hverjum hóp með umsjónarmanni sínum. Þar er ma. talað um einelti, mikilvægi þess að hafa trú á sér og eigin getu og að standa með sér. Þótt mikið sé um leiki og skemmtun þá eru þessi mál mikið rædd og krufin. Allir hafa eitthvað til málanna að leggja“ segir Svanhildur. Börnin dafna vel þar sem skilyrðislaus virðing er borin fyrir þeim. Við gerum okkur grein fyrir því að börn skilgreina sig út frá umhverfi sínu og sannarlega fáum við að sjá börnin blómstra hjá okkur. Það sem rekur okkur áfram í að gera góðar sumarbúðir enn betri eru ánægð börn og þakklátir foreldrar.

•    AFÞREYING er mjög fjölbreytt og börnin hafa alltaf val.
•    NÁMSKEIÐ ALLA DAGA Kvikmyndagerð, leiklist, dans/tónlist, myndlist, grímugerð og íþróttir.
•    HÁDEGISFUNDIR Valið umræðuefni, leikir sem ýta undir jákvæða sjálfsmynd og hópefli.
•    KVÖLDVÖKUR eða leikir öll kvöld.
•    HÚLLUMHÆ í hverri viku: bandfléttur - tattú - kassabílarallí - spákonutjald - sápukúlusprengikeppni-
      blöðrublak og margt fleira.
•    ÖLL TÍMABILIN Æsispennandi draugaleikur diskótek, karaókíkeppni, húllakeppni, hárgreiðslukeppi
     (verðlaun fyrir efstu sætin). Zumba Wii, útileikir, brennóbolti, íþróttahús og sundlaug.


Sumarbúðirnar Ævintýraland

Kleppjárnsreykjum  • 320 Reykholti Borgarfirði
+354 551 9160
sumarbudir@sumarbudir.iswww.sumarbudir.is" target="_blank">
www.sumarbudir.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga