Greinasafni: Sveitarfélög
Sumarfrí í Sandgerði
Byrjun á frábæru fríi
Sumarfrí í Sandgerði

Reykjanesskaginn er yngsti hluti landsins en jafnframt einn sá áhugaverðasti. Hið einstaka samspil sjávar og hrauns hefur skapað ótal fallega staði sem vert er að sjá og fuglalíf er óvíða fjölbreyttara og skemmtilegra. Ekki þarf alltaf að fara langt yfir skammt og heimsókn í Sandgerði getur verið byrjun á hreint frábæru fríi.
Í Sandgerði er nýtt tjaldsvæði með öllum þeim þægindum sem nútímamenn vilja njóta og þaðan er orðin greið leið hringinn í kringum um Reykjanestánna. Þarna eru ótal einstæðir staðir í næsta nágrenni og engum þarf að leiðast á ferðum út frá þessum notalega bæ. Sjálfsagt er að byrja á Fræðasetrinu í Sandgerðisbæ þar sem sýning um franska heimskautakönnuðinn Jean-Baptiste Charcot gefur góða mynd af þeim hættum og áskorunum sem mættu þeim sem fyrstir könnuðu Norðurslóðir. Hið sorglega strand skips hans Pourqoi-pas? við Íslandsstrendur hefur áunnið honum sess í huga Íslendinga um eilífð.

Merkar minjar og náttúruundur
Margir sögulegir staðir eru við Sandgerði má þar nefna, Básenda, Stafnes, Másbúðarhólma, Bæjasker, Kirkjuból, Hafurbjarnastaði, Hvalnesskirkju, og rústirnar í Stóra-Hólmi. Veitingastaðurinn Vitinn býður uppá einstakar  krabbaveislur  svo má benda á að í Sandgerði er glæsileg sundlaug með tilheirandi rennibrautum 18 holu golfvöllur er á Kirkjubóli. Sjálfsagt er að ganga yfir brúnna milli heimsálfa og skoða Reykjanesvita. Þar er magnað umhverfi og gaman að ganga upp á Valahnjúk og skoða Valbjarnargjá þar sem börnum á Reykjanesi var kennt að synda á árum áður. Gunnuhver er steinsnar frá en það er eitt vatnsmesta háhitasvæða á landinu. Orkuverið Jörð er sýning á nýtingu jarðhita og hvernig kraftar Jarðar verka saman í Reykjanesvirkjun. Þarna er fróðlegt að fara um og sýna börnum hvernig hugvit mannsins hefur náð að beisla náttúruöflin.

Paradís fuglaskoðara
Þótt tæpt hafi verið hér á ótal áhugaverðum stöðum hefur varla verið tekinn kúfurinn af því sem fróðlegt og skemmtilegt er að sjá á Reykjanesi. Í og við Sandgerði er líka mikið gósenland fugla og á vorin fyllist allt af mönnum vopnuðum öflugum sjónaukum að skima eftir fallegum fiðruðum flækingum. Fuglarnir eru ekki einu ferðalangarnir sem koma aftur og aftur á Reykjanesið, enda gnægð afþreyingar, matar og skemmtunar þar fyrir bæði fugla og menn. 

Sandgerðisbær
Varðan, Miðnestorg 3 • 245 Sandgerði
+354 420 7555 
sandgerdi@sandgerdi.is
www.sandgerdi.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga