Greinasafni: Sveitarfélög einnig undir: Hótel og gisting
Einstakt frí á Hótel Flatey

Einstakt frí á Hótel Flatey
Andblær liðinna tíma
Að stíga á land í Flatey er eins og að hverfa aftur í tímann. Falleg vel varðveitt timburhús frá seinni hluta 19. aldar og þægilegt streitulaust andrúmsloft mætir ferðamönnum. Hótel Flatey stendur í miðju þorpinu og býður þeim sem hafa áhuga á að njóta alls þessa gistingu og beina. Hvergi á Íslandi er að finna þorp sem jafnast á við þetta. Hótelið er í gömlu pakkhúsi rétt við gamla kauptorgið. Gestir geta notið þess að horfa út á sjóinn, kríurnar í Skansmýri og þorpið meðan þeir njóta þess besta sem Breiðafjörður, sú stóra matarkista, hefur upp á að bjóða.

Hugsjónir og framfaraþrá
Gömlu húsin í Flatey eru til marks um þá bjartsýni og eldmóð til framfara sem ríkti um aldamótin 1900. Löngun til að nýta auðlindir þjóðarinnar öllum til hagsbóta var ríkjandi svo og þráin eftir að gera landi sínu gagn. Ungmennafélög og annað hugsjónastarf fékk byr undir báða vængi. Í Flatey sér þess enn merki en gömlu húsin eru flest byggð í kringum verslun og útgerð. En eyjan á sér langa og merka sögu. Hún hefur ávallt verið menningarstaður. Á tólftu öld var þar Ágústínusar klaustur. Flateyjarbók var lengi varðveitt í Flatey og þar er elsta bókhlaða landsins. Seinna var svo prentsmiðja og merk útgáfa bóka í Flatey. Eyjan hefur löngum verið athvarf listamanna sem sækja þangað innblástur og þess sér enn merki í listaverkum Baltastar Samper og Kristjönu, konu hans í kirkjunni.

Innblástur skálda
Og það hefur verið ort og skrifað um Flatey af mörgum helstu skáldum þjóðarinnar og nægir að nefna,  Matthías Jochumson, systurnar Ólínu og Herdísi Andrésdætur, Jökul Jakobsson, Halldór Kiljan Laxness, Nínu Björk Árnadóttur. Ef þig grípur löngun til að skilja hvað kveikti neistann til sköpunar í hugum þessa fólks er kjörið að koma sér fyrir á Hótel Flatey og dvelja nokkra daga á þessum einstæða stað. 

Hótel Flatey
Flatey • 345 Breiðafjörður
+354 555 7788
info@hotelflatey.is
www.hotelflatey.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga