Greinasafni: Afþreying
Adrenalíngarðurinn – Gleymdu þér í leik með krökkunum!

Adrenalíngarðurinn
Gleymdu þér í leik með krökkunum!

Á Nesjavallasvæðinu, skammt frá Þingvallavatni, má finna hinn undraverða Adrenalíngarð sem býður upp á skemmtilega möguleika fyrir alla fjölskylduna til þess að gleyma sér í leik sem fær hjartað til að slá örar.
Þrautabrautin, risarólan og svifbrautin eru þær miklu áskoranir sem finna má í Adrenalíngarðinum. Ólíkar þrautir á borð við að hendast á milli dekkja, róla hærra en nokkru sinni fyrr eða fikra sig eftir reipum og óstöðugum þrepum eru fyrir fæstum daglegt brauð. En um leið og maður lærir að treysta línunni og hinum mikla öryggisbúnaði sem fylgir ævintýrinu gleymir maður sér algerlega í þeirri þraut sem liggur fyrir mann. Þrautirnar sem og lofthæðin eru mismunandi svo allir geti valið skemmtun við sitt hæfi, hvort sem það er í eins, fimm eða tíu metra hæð.
Foreldrar fara gjarnan í garðinn til þess að gleðja börnin og leyfa þeim að leika sér en gleyma sér oftar en ekki meira í leiknum en börnin þegar þau feta þrautarstígana í fylgd barnanna.  Adrenalíngarðurinn er staðsettur steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu svo auðvelt er að skreppa í garðinn. En það má einnig gera sér dagarmun, koma við á Þingvöllum eða í Hveragerði og fá sér ís og skreppa í sund eftir alla þessa innspýtingu adrenalíns í líkamann!

Adrenalíngarðurinn
Skúlatúni 4 105 Reykjavík
+354 414 2910
adrenalin@adrenalin.is
www.adrenalin.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga