Skagafjörður - Slökun og skemmtun á söguslóðum

Skagafjörður
Slökun og skemmtun á söguslóðum

Það eru fá svæði sem státa af jafn fjölbreyttum möguleikum fyrir fríið og Skagafjörður. Hvort sem maður óskar eftir slakandi eða krefjandi náttúruupplifun eða að lifa í lífsins lystisemdum, þá má finna þá ósk í Skagafirði. Svo ekki sé talað um alla afþreyinguna á svæðinu, fræðandi söfn, sögulega staði, hestaferðir eða riverrafting svo dæmi séu tekin. Að kanna þetta sögufræga landsvæði við fjörðinn mikla þar sem hin dulúða Drangey rís úr sæ er verðugt verkefni fyrir sumarið.

Fjölbreytileg tjaldsvæði

Í Skagafirði má finna um tíu tjaldsvæði við fjölbreyttar aðstæður. Ef maður kýs að tjalda  nálægt allri þjónustu þá eru tjaldsvæðin á Sauðakróki, Hofsósi eða í Varmahlíð kjörin áfangastaður. Hofsós státar ennfremur af nýrri sundlaug sem nýtir útsýnið til Drangeyjar til hins ýtrasta enda líður manni eins og að Drangeyjarsund sé hafið þegar maður syndir í átt að sjónum í lauginni.
Skagafjörður hefur ekki aðeins yfir fjölda gistimöguleika að ræða, þar má einnig finna sex sundlaugar auk náttúrulauga svo að í raun mætti eyða öllu fríinu sínu í að stika sundlaugar og tjaldsvæði í Skagafirði! Vilji maður fremur dvelja í náttúrunni en nálægt mannabústöðum þá eru þónokkur sveitasetur sem bjóða um á tjaldsvæði, svo sem Bakkaflöt, Lauftún og Lónkot auk þess sem Hólar í Hjaltadal er kjörin staður fyrir útileguna. Að tjalda í Skagfirskri sveit í kringum hesta, kjarri vaxnar lautir eða straumþungar ár kemur manni sannarlega í tengsl við náttúruna.

Sögu- og hestastundir í Skagafirði

Margir tengja eflaust Skagafjörðinn fyrst og fremst við íslenska hestinn, enda ræktun hans afar mikilvæg á svæðinu. Það má finna hestaleigur og hestabú hvarvetna á svæðinu og bæði skella sér á bak í stuttua stund eða leyfa börnunum að kynnast þessum þarfasta þjóni mannsins. Einnig er hægt að skella sér í einhverjar af þeim fjöldamörgu lengri ferðum sem farnar eru úr Skagafirðinum upp um fjöll og firnindi sem og hálendið næst svæðinu. Margir kannast eflaust einnig við þá stóru sögulegu atburði sem áttu sér stað í Skagafirði, svo sem Örlygstaðarbardaga og Flugumýrarbrennu. Ef maður vill dusta rykið af söguþekkingu sinni og fræðast meir um sögu sína og land, þá má finna margan fróðleiksmolann í Skagafirði. Minjahúsið á Sauðakróki sýnir lifnaðarhætti Íslendinga fyrr á öldum og þá sérstaklega iðnaðarmanna. Torfbærinn að Glaumbæ er sérstaklega áhugaverður en elsti hluti þessa stóra torfbærs var byggður 1760. Vesturfararsetrið á Hofsósi og Samgönguminjasafnið á Hólum er enn frekari dæmi um áhugverða leið til þess að kynnast sögu landsins.

Að horfa á Drangey
Það er margt hægt að gera í Skagafirði. En það líka bara hægt að slappa af, fara niður í fjöru einn síns liðs eða með forvitnum börnum, benda þeim á klettinn sem rýs úr sæ, þá gömlu tröllskessu Drangey sem reyndi ásamt kalli sínum og kú að vaða fjörðinn fyrir sólarupprás. Leit kvíðin til austur og vonaði að hún næði skjóli en allt kom fyrir ekki, í miðjum firðinum steingerðust þau og mynda nú þennan magnaða klett.

Sveitarfélag Skagafjarðar
Skagfirðingabraut 21 • 550 Sauðárkróki
+354 455 6000
skagafjordur@skagafjordur.is
www.skagafjordur.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga