Greinasafni: Afþreying
Þaraböð SjávarSmiðjunar
Þaraböð SjávarSmiðjunar
Fullkomin slökun við Breiðafjörð
Sífellt færist í vöxt að fólk leiti leiða til að rækta og bæta heilsu sína í fríum. SjávarSmiðjan á Reykhólum er ný þjónusta þar sem njóta má slökunar og hvíldar meðan líkaminn endurnærist með hjálp hollra efna í þaranum. Þetta enn eitt frábært dæmi um hvernig hin einstaka náttúra Íslands gleður og nærir líkama og sál þeirra sem ferðast um landið. Þari hefur fyrir löngu sannað gildi sitt sem náttúruleg heilsubót.  Íslendingar hafa lengi ýmist tekið hann inn eða borið á líkama sinn. Þarinn hefur sótthreinsandi og bólgueyðandi virkni auk þess að vera græðandi og mýkjandi.

Heitir lindir, fers
kvatn og þari
Á Reykhólum eru heitar lindir og gnótt ferskvatns. Þegar þessar auðlindir eru samtvinnaðar við þaramjöl framleitt í Þörungarverksmiðjunni á Reykhólum skapast heilsulind sem á fáa sína líka í heiminum. Í laugunum er sírennsli þannig að vatnið endurnýjast stöðugt og varla er hægt að hugsa sér einfaldari og eðlilegri aðferð til að njóta baða. Hitinn í vatninu slakar á stífum vöðvum og útsýnið yfir Breiðafjörð og eyjarnar óteljandi kyrrir hugann. Þessi paradís er aðeins í rúmlega tveggja tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Ósnortin náttúra, fjölbreytt fuglalíf og skemmtileg tengsl staðarins við sögu landsins gera þetta að eftirsóknarverðum áfangastað. Hér bar Grettir sterki uxa upp úr fjörunni og var samtíða þeim fóstbræðrum Þorgeiri Hávarsyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi og hér sátu héraðshöfðingjar um aldir.

Næring fyrir líkama og sál
Heilsutengd ferðaþjónusta er vaxandi og spennandi grein sem skapar ótal möguleika. SjávarSmiðjan er frumkvöðlafyrirtæki sem nýtir þara á nýstárlegan og fjölbreyttan hátt til meðferðar og almennrar heilsubótar fyrir fólk á öllum aldri. Þaraböð Sjávarsmiðjunnar stuðla að vellíðan gesta meðan þeir slaka á um leið og þeir geta virt fyrir sér einstaka náttúru á Reykhólum. Sjávarsmiðjan kappkostar að bjóða gestum sínum velkomna í notalegt umhverfi í gömlu verkstæði sem gert hefur verið upp til að halda í tengingu við sjó, vatn og sögu staðarins. Gestir geta þannig bæði notið slökunar í þaraböðum eða eingöngu sest niður í kaffi yfir skemmtilegu útsýni við Breiðafjörðinn.
SjávarSmiðjan
Vesturbraut 2 • 380, Reykhólahreppur
+354 577 4800
sjavarsmidjan@sjavarsmidjan.is
www.sjavarsmidjan.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga