Greinasafni: Afþreying
GoPro, ekki bara myndavélGoPro, ekki bara myndavél
Fyrir hugaða – tilbúin í sportið

Einu vinsælustu HD (high definition) sport myndbandsupptökuvél í heimi,  HD Hero2 má nú finna á vefverslun og í verslun GoIce, Mörkinni 6 í  Reykjavík. Þórhallur Skúlason sölustjóri umboðs- og dreifingaraðila GoPro á Íslandi er tekinn tali og er greinlegt að áhugi og þekking er mikil og kappkostað er að veita áhugamönnum um myndatöku faglega og góða þjónustu.
„Hinar geysivinsælu GoPro myndavélar eru notaðar í fjölda íþróttagreina s.s. kappakstri, motorcross, köfun, snjóbretti, ofl.“  segir Þórhallur. Fyrirtækið í kringum GoPro vélarnar var stofnað í kringum síðustu aldamót af  brimbrettakappanum Nick Woodman. Sá hafði lengi leitað eftir vatnsheldri upptökuvél með nægri hristivörn til að mynda brimbrettasportið en þarna virtist vanta vélar á markaðinn. GoPro hefur þróast hratt frá því að vera hugmynd en vélin hefur fengið margvíslegt lof fyrir gæði og snerpu víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið er í stöðugri þróun og fékk ma. viðurkenningu tæknigeirans árið 2010 fyrir að vera mest vaxandi fyrirtæki á sínu sviði í Ameríku. „Vélin hefur afar öfluga hristivörn auk gleiðlinsu sem hefur 170 gráða vinkil. Það virðist vera alveg sama hvernig maður stillir hana eða heldur á henni, maður nær öllu í kring. Sérstakur leiðréttingabúnaður vinnur svo úr tökunum og  í stað þess að linsan gefi manni svokallaðan fisheye effect þá leiðréttir hún sig að innan“ upplýsir Þórhallur. „Sjá má á myndböndum sem notuð eru sem kynningarefni – komandi frá amatörum - að hver sem er virðist geta notað vélina og útkoman er aldrei minni en fullkomin. Meðal annars er hægt að leika sé með slow motion effecta sem fara allt frá 60 römmum á sekúndu niður í  120 ramma  með ótrúlegri útkomu.“
Algjör bylting fyrir allar tegundir af sporti
GoPro fyrirtækið státar af miklu úrvali aukabúnaðar og fylgihluta og virðist henta ótrúlegustu tökuaðstæðum. Hægt er að festa vélina á hvað sem er, hvort sem ætlunin er að stökkva úr fallhlíf eða taka þátt í kappakstri á yfir 250km hraða.  Í kvartmílu td. er hlaupið með myndavélar á sogskálum, rétt áður en bíllinn fer af stað, settar eru tvær sitthvoru megin og þá viðkomandi kominn með „brjálaðar tökur.“ Límplattar, sogskálar, stangir, úlnliðs og líkamsfestingar eru meðal aukabúnaðar en vélin kemur einnig með vatnsheldu húsi sem þolir allt að 60m dýpi. Þórhallur laumar að mér að í fyrra hafi Íslandsmet verið sett, vélin hafi þá farið á  90 m dýpi og gengið alveg lekalaust. „Nýjasta viðbótin er þráðlaus búnaður. Þá er lítill kassi festur aftan á vélina og fjarstýra henni með tveimur tökkum, öllu sem hægt er að stjórna á myndavélinni þó hún sé ekki endilega innan seilingar. Ef upptökumaður hefur hana td. framan á bílnum sínum þá er ekki nauðsynlegt að stilla á upptöku allan tímann. Í staðinn er hægt að kveikja á upptökunni þegar maður sjálfur vill eða velja um að taka ljósmynd í staðinn. Á litlum skjá sér maður það sem myndavélin sér og svo er hægt að hafa tengingu beint inn í iphone. Ef eru íþróttaleikar og einhver stekkur upp í loftið þá geturðu stillt myndavélunum upp og stjórnað 50 vélum í einu þó þú sitjir sjálfur uppi í stúku“ segir Þórhallur.  „Þá er hægt að fylgjast með í rauntíma, á iphone, ipad eða láta streyma beint inn á tölvu.“

Vinsælasta actionsport myndavél í heiminum
Fyrir vél sem státar af markaðstölum uppá 90% dettur manni helst í hug að kaup á slíku sé ekki fyrir almenning. Gripurinn kostar hinsvegar tæpar 60 þúsund krónur! Lágt verðlag stafar af samkeppninni, kaupum af  internetinu og frá Bandaríkjunum og því var ákveðið að halda verði í lágmarki. Hafa ferðamenn margir hrósað happi því hér er hún ódýrari en í Skandinavíu. Ef vélin er pöntuð gegnum netið, þá er hún ekki nema 2-3 þúsund krónum ódýrari en hjá fyrirtækinu GoIce. GoIce býður hinsvegar upp á 3 ára ábyrgð á móti 1 árs ábyrgð hjá erlendum söluaðilum. Goice sinnir eingöngu ábyrgðarþjónustu á vélum sem að það selur og endursöluaðilar fyrirtækisins.
Geri aðrir betur.

GoPro Iceland
Mörkin 6 • 108 Reykjavik
+354-894-3811
thor@spenn.is
www.goice.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga