Gistihúsið Hvanneyri á sér langa sögu
Gistihúsið Hvanneyri á sér langa sögu
Allt í blóma á Siglufirði

Húsið var byggt sem hótel árið 1935, á síldarárunum góðu þegar uppgangur var hvað mestur á Siglufirði. Frá þeim tíma hefur ýmis starfsemi verið þar til húsa, t.d. Sparisjóður Siglufjarðar (og má til gamans geta að núverandi eigendur útbjuggu sturtu í peningageymslunni) og Tónskólinn. Um tíma átti Þormóður rammi húsið og var með rekstur sinn þar – en var síðan aftur tekið í gegn og gert að gistiheimili. Í dag rekur Katrín Sif Andersen Hvanneyri. Eftir að hafa búið í Danmörku frá 1995 til 2003, sneri hún aftur heim til Siglufjarðar þar sem hún vann ýmis störf til 2007 þegar hún tók við rekstrinum. Hún segist vissulega hafa komið að rekstrinum á góðum tíma – og hver átti svo von á kreppu ári seinna? Það var ekki að gera en að þreyja þorrann og í Katrín segir að í dag sé allt í blóma á Siglufirði og reksturinn gangi alveg ágætlega. Katrín rekur gistihúsið, ásamt eiginmanni sínum og foreldrum og er með opið allt árið. Þegar hún er spurð hvort nýju göngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hafi haft mikil áhrif á reksturinn, segir hún að kannski sé ekki komin full reynsla á það. „Að vísu er gestafjöldinn alltaf að aukast yfir vetrartímann, segir hún, og júlímánuður hjá okkur núna sprengdi öll met. Fyrst eftir að göngin voru opnuð var reksturinn ekki eins góður og „fyrir göng“ en ég hlakka mikið til að sjá hvernig þetta sumar kemur út hjá okkur.“

Þegar Katrín og fjölskylda tóku við gistihúsinu Hvanneyri, var fyrst farið að bjóða upp á morgunverð þar. „Við dyttuðum heilmikið að húsinu og endurbættum það,“ segir hún og það er óhætt að segja að í dag er gistiheimilið allt hið glæsilegasta. Gistihúsið er á fjórum hæðum og alls er hægt að taka á móti sextíu manns. Boðið er upp á bæði svefnpokapláss og uppbúin rúm og eru þá öll svefnpokaplássin í rúmum. „Við fórum í farfuglakeðjuna,“ segir Katrín, „og hún hefur gefið okkur afar mikið. Við sjáum hreint ekki eftir því. Við erum með allt frá herbergjum þar sem þú getur keypt eitt rúm og deilir þá herberginu með öðrum gestum, upp í svítu sem er hér á annarri hæðinni – þannig að við bjóðum upp á alla flóruna.“

Ekki er boðið upp á aðrar veitingar en morgunverð á Hvanneyri en í húsinu er eldunaraðstaða fyrir gesti sem vilja matreiða sjálfir. „Svo finnst okkur að fólk sem kemur til Siglufjarðar eigi endilega að prófa veitingahúsin hér. Í plássinu er líka sex barir – þannig að það er hægur vandi að fara á pöbbarölt á Siglufirði.“
Á gistiheimilinu er frítt netsamband, koníaksstofa og morgunverðarsalur þar sem góð aðstaða fyrir fundahöld.

Gistihúsið Hvanneyri
Aðalgata 10 580 Siglufjörður
+354 467 1506
order@hvanneyri.comwww.hvanneyri.com">
www.hvanneyri.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga