Hótel Blönduós
Hótel Blönduós
Hótelið við ósinn

Hótel Blönduós, sem stendur við ósa Blöndu á sér langa sögu, langt suður á síðustu öld og þegar inn er komið birtist saga þess í ýmsum myndum og munum. Það er rólegheitabragur yfir hótelinu, jafnvel þótt hópur sem fyllti hótelið hafi rétt yfirgefið það og verið sé að þrífa fyrir næsta hóp sem er rétt ókominn. Hótelstjórinn, Ólafur Wernersson, segir sínar áherslur aðallega felast í því að öll starfsemin fari áreynslulaust fram og gestir geti átt þar rólega dvöl. „Við erum hérna við sjóinn, nánast í fjöruborðinu og héðan liggja margar ákaflega fallegar gönguleiðir, stórkostleg sólsetur og fjallasýn“ segir hann. Á hótelinu er glæsilegur matsalur og flottur bar og segir Ólafur að inn fyrir dyrnar fái bæjarbúar á djamminu ekki að koma. „Matsalurinn og barinn er aðeins fyrir hótelgestina.“ Hvað matseðilinn varðar, segir Ólafur hann ekki vera neitt fastmótaðan. Fólk getur einfaldlega hringt í okkur og pantað hjá okkur matinn sem það langar í. Við erum nánast eingöngu með lamb og fisk og sérhæfum okkur í því sem við köllum ömmumat. Við bjóðum t.d. upp á gamaldags lambalæri með orabaunum, brúnu sósunni og öllum herlegheitunum. Einnig ekta íslenska kjötsúpu og fleiri hefðbundna íslenska lambakjötsrétti. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá okkar gestum.“
Hótel Blönduós er opið frá því í apríl og fram í október – en samt er því reyndar aldrei lokað, þannig lagað. „Við erum alltaf í símasambandi og við getum bjargað bæði hópum og einstaklingum sem vantar gistingu á öðrum tímum,“ segir Ólafur. Á efri hæðinni eru svo herbergin, hvert og eitt með sinn karakter, sína litasamsetningu og baðherbergi. Öll rúm eru uppbúin og herbergin bæði falleg og mörg þeirra afar rómantísk. Eitt þeirra vekur þó sérstaka athygli, rauða herbergið sem snýr út að sjónum. „Já, þetta er Clapton herbergið,“ segir Ólafur og bætir því við að Eric Clapton hafi einmitt gist þarna þegar hann var á landinu. Þegar hann er spurður um verðið, segir hann: „Þegar fólk er að bera saman verð á gistingu, þarf það að athuga ýmsa þætti. Það getur verið að t.d. smáhýsi sé ódýrara en hótelherbergi. En þegar þú telur með sængurfatnað og morgunverð og þrif sem eru innifalin í hótelherberginu, þá er herbergið orðið ódýrara.“
Ekki þar fyrir, þá rekur Ólafur einnig Gistiheimilið á Blönduósi og þótt ekki sé sérbaðherbergi með herbergjunum þar, verður enginn svikinn af því að gista þar.

Hótel Blönduós

Aðalgötu 6 • 540 Blönduósi
+354  452 4205
hotelblonduos@simnet.is
www.hotelblonduos.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga