Greinasafni: Sveitarfélög einnig undir: Hótel og gisting
Gistihúsið Egilsstöðum


Gistihúsið Egilsstöðum
Rómantík á bökkum Lagarfljót

Gistihúsið Egilsstöðum er án efa eitt af fallegustu hótelum landsins staðsett á bökkum Lagarfljóts rétt utan við þéttbýlið. Frá Gistihúsinu er fagurt útsýni yfir Fljótið og til fjalla, auk þess sem aldnir viðir mynda einstakan skógargarð. Rómantík og gamlar hefðir eru hafðar í öndvegi og gestir njóta fyrsta flokks þjónustu í einstakri umgjörð íslenskrar náttúru. Húsið var byggt árið 1903 en hefur verið endurbyggt mikið í upprunalegum stíl, eins og hægt er. Húsið er B-friðað, það er að segja friðað að utan og hefur Húsafriðunarnefnd fylgst náið með endurbótunum. „Við höfum leitast við að endurskapa þann ytri og innri glæsileika sem húsið var rómað fyrir á fyrstu árum síðustu aldar,“ segir Gunnlaugur Jónasson hótelstjóri en hann hefur rekið gistihúsið í fjórtán ár. Og ekki bara að utan, því á veitingastað gistihússins hefur verið reynt eftir megni að halda gamla stílnum með antík húsgögnum. Gistihúsið er fullbúið hótel, með uppbúnum rúmum og baðherbergi með hverju herbergi, en Gunnlaugur segir að ákveðið hafi verið að halda sem mest í upprunann.

Á gistihúsinu er fyrsta flokks veitingastaður og er eldhúsið opið til tíu á kvöldin. Það er opið gestum og gangandi og helstu réttirnir eru nautasteikur frá Egilsstaðabænum, fiskur frá Borgarfirði eystra og lífrænt ræktað grænmeti og bygg frá honum Eymundi í Vallarnesi – því Gunnlaugur segir mikið lagt upp úr því að bjóða upp á hráefni frá Austurlandi. Á fyrstu hæð hússins er gestamóttaka þar sem tekið er hlýlega á móti gestum. Einnig þar hinn fallegi veitingasalur fyrir fimmtíu manns í sæti. Í kjallara hússins er síðan 28 manna fullbúinn fundasalur, ásamt notalegri setustofu þar sem gestir geta notið næðis og farið á netið í tölvu hússins. Þegar Gunnlaugur er spurður hvernig hafi gengið það sem af er sumri, segir hann allt hafa gengið ljómandi. „Það hefur verið mjög fínt veður hér í sumar og reksturinn gengið vel. Það má segja að það sé fullbókað hjá okkur í gistingu í allt sumar og það hefur verið mjög mikið að gera á veitingastaðnum. Sá hluti rekstrarins er alltaf að aukast – enda bjóðum við upp á mikið úrval af gómsætum réttum.“

Gistihúsið Egilsstöðum
Egilsstöðum 1-2 • 700 Egilsstöðum
+354 471 1114
egilsstadir@egilsstadir.is
www.egilsstadir.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga