Hótel Látrabjarg
Hótel Látrabjarg
Fyrsta flokks sveitahótel
Úti við ystu höf landsins, við ægifagra vík, stendur reisulegt og fallegt hótel. Ber nafnið Hótel Látrabjarg. Byggingin sem hýsti áður Örlygshafnarskóla  er staðsett í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð en  þaðan er stutt í einhverja stórbrotnustu náttúruperlu vestfjarða, Látrabjargið sjálft.  Fjórtán kílómetra langt og 440 metrar á hæð, talið fjölmennasta fuglabjarg Evrópu. Hótel Látrabjarg hefur  yfir að ráða gamla félagsheimilinu, um 20m frá, en  þar er veitingaaðstaðan, eldhúsið og móttakan. Andi gamallra tíma svífur þar yfir en eigendunum, þeim Sigríði Huld Garðarsdóttur  og Karli Eggertsyni fannst miklvægt að halda sögu hússins á lofti. Saman mynda byggingarnar notalegt fjölskylduhótel sem býður gestum sínum persónulega þjónustu, rúmgóð og falleg herbergi. Mikill munaður er að vakna á morgnanna, líta út um gluggann og njóta dásemdanna sem bera við augu. 

Afþreying
Við hótelið er yndisleg baðströnd með ljósum sandi og tærum sjó sem mjög gott er að stunda sjósund í vegna þess hve þar er aðgrunnt.  Heitur pottur gleður einnig gesti, og sólpallur þar sem hægt er að láta líða úr sér. Hestaleigan Vesturfari er í göngufæri við hótelið og einnig er stutt yfir á Rauðasand, í sund á Patreksfirði, 0fossinn Dynjanda, Byggðasafnið á Hnjóti, golf, sjóstangveiði og mikið er um spennandi gönguleiðir. Heitar náttúrulaugar eru í nágrenninu.  Á hótelinu eru einnig seld veiðileyfi en eigendur eiga jörð þar sem hægt er að veiða bleikju og sjóbirting.

Veitingar

Veitingasalan á Hótel Látrabjargi býður upp á fjölbreyttan morgunverð og svo 3 rétta matseðil á kvöldin. Reynslan hefur sýnt sig að gestir vilja nýta tíma sinn vel í skoðunarferðir og því hefur ekki  verið þörf fyrir sérstakan hádegisverð. Lögð er áhersla á hollan og góðan heimilsmat sem hefur fallið vel í kramið hjá gestum. Veitingasalur Hótel Látrabjargs tekur allt að 130 manns í sæti og hentar því einkar vel til almennra mannfagnaða. Boðið er upp á ýmsa möguleika fyrir stærri og minni hópa svo sem fyrir ættarmót og stórafmæli. Meðal annars er hægt er að leigja veitingasalinn en þar er fyrirtaks aðstaða til að troða upp, hafa hljómsveit og skella upp góðu balli! Hótel Látrabjarg er fyrsta flokks sveitahótel og veitingahús með áherslu á gæði í gistingu, veitingum og þjónustu. Opið frá 25.maí -23. september, en hægt er að bóka hópa utan hefðbundins opnunartíma.

Hótel Látrabjarg
Fagrihvammur, Örlygshöfn • 451 Patreksfirði (dreifbýli)
+354 456 1500
info@latrabjarg.comwww.latrabjarg.com" target="_blank">
www.latrabjarg.com

  


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga