Veitingaskálinn Víðigerði
Veitingaskálinn Víðigerði
Gisting og góður matur

Alls staðar á Íslandi eru stórbrotin náttúruundur sem bíða þess að ferðamenn gefi sér tíma til að njóta þeirra. Í Víðidal er nokkur slík að finna og þeir sem kjósa að stoppa í Veitingaskálanum Víðigerði verða ekki sviknir hvorki í mat, drykk og aðbúnaði né af þeim fallegu stöðum sem vert er að njóta í dalnum. Veitingaskálinn Víðigerði er staðsettur við þjóðveg 1 í Víðidal. Þar er boðið er upp á fjölbreyttan matseðil og léttvín eða öl með matnum. Allt hráefni í réttina kemur beint frá býli og þarna má því bragða allt það besta sem íslenskar sveitir hafa upp á að bjóða. Kaffiþyrstir geta valið úr heimabökuðu meðlæti allt hefðbundiið íslenskt bakkelsi og hnallþórur. En Víðidalurinn geymir einstakar náttúruperlur sem ekki vita allir af og vert er að skoða. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér leyndardóma dalsins geta gist í tveggja manna herbergjum í Víðigerði þar sem aðgangur er að eldhúsi og setustofu með sjónvarpi.

Náttúruundrið Kolugljúfur
Fyrst af öllu ættu gistheimilisgestir að kanna Kolugljúfur. Þessi undrasmíð náttúrunnar eru kennd við skessuna Kolu sem sögð er hafa grafið þau og átt þar bústað. Gljúfrin eru víða hrikaleg en þau eru um 2 km að lengd og nokkrir tugir metra að dýpt. Víðidalsáin rennur um þessi fallegu gljúfur og fellur ofan í þau í Kolufossum.  Borgarvirki er annar einstakur staður í næsta nágrenni. Þetta er gosstapi sem rís 177 m yfir sjávarmál. Sjálf klettaborgin er úr stuðlabergi en ofan í hana er skeifulaga dæld. Menn hafa hlaðið grjótveggi í brúnir klettanna í viðleitni til að útbúa sér virki. Mesti veggurinn er um 30 m langur og rúmlega metersbreiður.

Skoðunarferðir, veiði og slökun
Enginn veit nákvæmlega hver hlóð Borgarvirki eða nýtti sér upphaflega þennan útsýnisstað en getur hafa verið leiddar að því að Barði Guðmundsson í Ásbjarnarnesi hafi notað virkið meðan á deilum hans við Borgfirðinga stóð en frá því er sagt í Heiðavígasögu. Eftir skoðunarferðir um nágrennið er gott að koma aftur í Víðigerði, versla og njóta veitinga. Áhugasamir veiðimenn geta fengið veiðileyfi og veitt sér til matar ef því er skipta en veiði er mjög víða í ám og vötnum í Víðidal.  

Veitingaskálinn Víðigerði
Víðigerði • 531 Hvammstangi
+354 451 2592
karen12@torg.is
www.vidigerdi.is
www.northwest.is/vidigerdi.asp

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga