Skemmtigarðurinn Gufunesi og Smáralind

Skemmtigarðurinn Gufunesi og Smáralind
Komdu út  að leika

Í gegnum leik læra börn að þekkja veröldina, tengjast hvert öðru og þroska hæfileika sína. Fullorðið fólk sem varðveitir í sér barnið og leikur sér alla ævi er því ávallt skrefi á undan öðrum. Skemmtigarðurinn í Gufunesi og systurgarður hans í Smáralind veita færi á leik og léttu gamni en einnig upplifun sem skilar sér löngu eftir að heim er komið. Gufunes er landnámsjörð og höfðingjasetur. Þar var kirkja um árabil og verslun, enda var þar góð höfn. Sjóræningjaskipið sem vakir yfir garðinum gæti því allt eins hafa lagst þar að landi fyrr á öldum. Í Gufunesi eru margir áhugaverðir staðir og sögutengdir blettir. Garðurinn er því kjörinn fyrir ratleiki ekki hvað síst vegna þess að meðal starfsfólks Skemmtigarðsins eru sérfræðingar í viðburðastjórnun og hópefli sem kunna að setja á svið leiki sem efla liðsanda, skerpa athyglisgáfu og útsjónarsemi við að leysa verkefni.  Auk þess er mini-golf, lazer tag, paint ball og fleira til skemmtunar á staðnum allt úti í hreina íslenska loftinu sem örvar líkama og sál. Í Ketilsskála, þar sem landnámsmannsins Ketils gufu er minnst, bjóðast svo veitingar við hæfi allra hópi og þar ríkir íslensk gestrisni hvort sem samstarfsfólk, vinir, fjölskyldur eða aðrir koma saman.

Gleðin besta heilsulyfið

Gleðin þenur út æðarnar og er besta heilsulyfið, sagði vitur maður, og víst er að gleðin ríkir í Smáralindinni. Skemmtigarðurinn er lítill heimur spennandi og skemmtilegra viðfangsefna sem gleðja og efla. Klessubílarnir, Sleggjan, Fallturninn og spilakassarnir bjóða ögrun við allra hæfi og þarna skemmtir sér saman fólk á öllum aldri.  Í 7D bíó kemst áhorfandinn svo ótrúlega nálægt því að stíga inn myndheiminn og taka þátt í atburðunum á skjánum. Skemmtigarðurinn Smáralind er opinn allan daginn og fram á kvöld. Þar má una sér í leiktækjunum eða við að horfa á íþróttaleiki í beinni, fara í pool, pílukast eða reyna sig í nýjum tölvuleik, öðlast meiri hæfni í leikjum eða setja ný met. Hvert sem markmiðið er gefst tækifæri til að njóta lífsins í félagsskap góðra vina eða tengjast nýjum.    

Matur er mannsins megin                  
Þegar hungrið gerir vart við sig er Skógarsnarl góður valkostur en þar fæst sætt og sjaldfengið góðgæti á borð við kandífloss, ís, poppkorn og gos. Hinir sem kjósa eitthvað meira seðjandi er SkemmtiCafé kjörinn staður. Yfir veitingum skapast síðan nýjar hugmyndir, umræður og tækifæri til að hlæja hressilega. Það besta við leikjagarða er einmitt þetta andrúmsloft spennu og rómantíkur sem gerir okkur ölllum kleift að rækta barnið hið innra.

Skemmtigarðurinn Smáralind
Hagasmári 1 • 201 Kópavogur
+354 534-1900
bokanir@skemmtigardur.is
www.skemmtigardur.is

Skemmtigarðurinn Grafarvogi
Gufunes • 112 Reykjavík
+354 534-1900
bokanir@skemmtigardur.is
www.skemmtigardur.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga