Greinasafni: Sveitarfélög einnig undir: Hótel og gisting
Opinn landbúnaður Ásólfsskála, verið velkomin!
Opinn landbúnaður, verið velkomin!
Ásólfsskáli undir Eyjafjöllum
Töfra miðsumarsnátta þekkja Íslendingar margir og að njóta náttúrunnar af heilum hug með hjartað fullt af hamingju er eitthvað sem ætti að vera fastur liður í tilverunni. Undir Eyjafjöllunum, með Skógarfoss til austurs og Seljalandsfoss að vestanverðu leynist  Ásólfsskálabýlið umvafið öllum þessu mikilvægu náttúrutöfrum.
Ásólfsskáli vann til umhverfisverðlauna Rangárþings eystra árið 2011 fyrir snyrtilegasta býlið og  er ekki um að villast að það hefur átt verðlaunin sannarlega skilið enda áberandi vel skipulagt og hirt.

Velkomin í sveitina
Í samvinnu við Opinn landbúnað, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands, eru eigendur Ásólfsskála á meðal þeirra staða sem gefa almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér almenn sveitastörf, eða þversnið af íslenskum landbúnaði eins og hann er í dag. Um þrjátíu bæir, víðsvegar á landinu, taka nú þátt í verkefninu og hafa ma. vottorð frá dýralæknum um heilbrigði. Landareign Ásólfsskálabænda, hjónanna Katrínar Birnu Viðarsdóttur og Sigurðar Grétars Ottóssonar hefur að geyma kúabú, básafjós með brautar/rörmjaltakerfi og er tekið á móti heimsóknum alla daga, helst með áherslu á mjaltatímann. Gestgjafarnir taka vel á móti gestum sínum enda annálaðir fyrir lifandi leiðsögn og persónulega viðveru. Gott aðgengi er fyrir fatlaða, fallegar gönguleiðir eru á svæðinu og fuglaskoðun, meðal annars, auk þess að mjög stutt er í hestaleigu og silungsveiðar.
Ferðaþjónustu í tveimur fimm manna bústöðum má finna í gróni vöxnum brekkum, fyrir ferðalanga sem geta ekki stillt sig um að framlengja heimsókn sína á þessum yndislega stað. Hjónin Katrín Birna og Sigurður Grétar standa sig að sjálfsögðu framúrskarandi þegar kemur að því að hlúa að gestum sínum að  næturlagi. Tvö notaleg svefnherbergi og skemmtileg svefnloft með dýnum eru í hvorum bústað, gasgrill og heitir pottar - enda er ekkert betra en að láta líða úr sér í heitum potti undir miðsumars, eða vetrarhimni í friðsæld fjallendisins.
Gaman er að geta þess að í 10 km fjarlægð frá Ásólfsskála liggur gamla Seljavallalaugin, byggð árið 1923. Hún er friðuð en er ferðafólki boðið að taka sundsprett í þessu heillandi umhverfi, sér að kostnaðarlausu.
Einnig er áhugavert að heimsækja Ásólfsskálakirkjuna en Ásólfsskáli hefur verið kirkjustaður frá því 1888. Kirkjan tekur um 140 manns í sæti, altaristaflan er verk Matthíasar Sigfússonar en hún sýnir þegar Jesús sendir lærisveina sína út til að boða orðið. Taflan er eftirmynd af erlendu listaverki.

Ásólfsskálinn sjálfur stendur við veg 246, 2,5 km frá þjóðvegi 1. Ef ekið er í vestur frá býlinu má finna Hvolsvöll um 35km í burtu og ferju til Vestmannaeyja frá Landeyjahöfn er í um 20 km fjarlægð. Frá býlinu er svo hægt að bóka jeppaferðir að Eyjafjallajökli með Southcoast Adventure og snjósleðaferðir með fyrirtækinu Arcanum ef ævintýraþráin grípur mann!

Ferðaþjónusta bænda Ásólfsskála
Ásólfsskáli • 861 Hvolsvellir
+354 487 8989
asolfsskali@simnet.is
www.asolfsskali.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga