Greinasafni: Afþreying einnig undir: SveitarfélögVeitingar
Sjóræningjahúsið á Vatneyri á Patreksfirði
Sjóræningjahúsið á Vatneyri  á Patreksfirði
Saga sjóræningja svífur yfir vötnum
Sjóræningjahúsið er afþreyingafyrirtæki fyrir alla fjölskylduna á Vatneyri á Patreksfirði. Þar er sýning byggð á sögu sjónræningja við Íslandsstrendur, kaffihús og salurinn Eldsmiðjan þar sem tekið er á móti hópum í mat og eru þar auk þess haldnir tónleikar og fyrirlestrar. Sömu aðilar reka Hótel Ráðagerði í bænum. Ég var að klára nám í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og vantaði eitthvað að gera þegar ég kæmi heim,“ segir Alda Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.  „Ég hafði rekist á bók sem heitir Sjórán og siglingar þar sem eru flottar frásagnir af sjóránum við Íslandsstrendur og fannst mér það vera kjörið þema til að vinna með. Sérstaklega þar sem nokkrir atburðirnir áttu sér stað á Vestfjörðum“. Gamalt hús á Patreksfirði var fengið fyrir starfsemina og hefur verið unnið að lagfæringum á því síðustu ár. Í dag er þar kaffihús þar sem boðið er upp á heimabakað brauð og kökur. Þá er þar salur, Eldsmiðjan, sem er stórt eldstæði en í salnum er tekið á móti hópum í mat og eru tónleikar og aðrir menningarviðburðir haldnir reglulega.

Sjóræningjaskóli

„Við erum með sýningu í textaformi í kaffihúsinu og hanga spjöld á veggjunum. Þar eru sögur af sjóránum og sjóorrustum sem áttu sér stað við landið en sérstaklega í kringum Vestfirði. Sjóræningjahúsið er ekki safn heldur fyrst og fremst afþreyingafyrirtæki sem er byggt á þessum sögulega grunni. Við bjóðum til dæmis upp á fjársjóðsleit fyrir krakka sem geta klæðst sjóræningjabúningum sem við lánum. Þá erum við einnig með ratleiki.Sjóræningjaskóli er á döfinni en verið er að vinna að honum um þessar mundir og munu krakkar þá fá þrautabók og þurfa að leysa alls konar þrautir sem þeir vinna í tengslum við bókina. Þeir þurfa að setja sig í spor sjófarenda; meðal annars þurfa þeir að velja sér rétta siglingaleið, rata eftir stjörnunum og gera hnúta.“ Sömu rekstraraðilar tóku í sumar við rekstri nýlegs hótels á Patreksfirði, Ráðagerði. Linda Björg Árnadóttir textílhönnuður á heiðurinn af hönnuninni á öllu líni í húsinu sem segja má að sé eins og listaverk.Hótelið er til húsa í fyrsta fjölbýlishúsinu sem var reist í bænum, nánar tiltekið árið 1949, og þess má geta að Alda bjó þar sem barn. Það er ýmislegt í bígerð varðandi Sjóræningjahúsið og hótelið. „Þetta er allt í mikilli þróun og mörg lítil skref sem þarf að taka.“

Sjóræningjahúsið
Vatnseyri • 450 Patreksfjörður
+354 456 1133
sjoraeningjahusid@sjoraeningjahusid.is
www.sjoraeningjahusid.is 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga