Greinasafni: Afþreying
Veiðiþjónustan Strengir
Veiðiþjónustan Strengir
Glæsileg veiðihús

Hjá Veiðiþjónustunni Strengjum er lögð áhersla á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn og sjá starfsmenn fyrirtækisins m.a. um að koma að leigu á mörgum af bestu lax- og silungsveiðiám landsins. Fyrirtækið á nokkur glæsileg veiðihús. „Við höfum lagt áherslu á að vera með góða aðstöðu,“ segir Þröstur Elliðason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en fyrirtækið á veiðihús við Breiðdalsá, á Jöklusvæðinu og við Minnivallalæk. Þess má geta að fyrirtækið á auk þess jörð við Breiðdalsá þar sem veiðihúsið, Eyjar, er. „Húsið er eitt glæsilegasta veiðihús landsins og er margrómað. Það er einnig nýtt fyrir utan veiðitímann eins og hvert annað hótel og eru það m.a. rjúpnaskyttur sem gista þar.“
Á haustin og á veturna getur fólk farið í ísdorg, snjósleðaferðir og norðurljósaferðir og hentar aðstaðan í húsinu vel til dæmis göngu- og ísklifurhópum þar sem er upphitað herbergi þar sem þurrka má blaut föt og skó.
Fyrirtækið á einnig veiðihúsið Hálsakot við Jöklu, sem er á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð, en þar gista veiðimenn sem veiða í Jöklu og hliðarám. „Rjúpnaskyttur gista líka í húsinu auk þess sem erlendir veiðimenn hafa komið á veturna til að stunda dorgveiði í gegnum ís á Heiðavötnum? þannig að það eru ýmsir möguleikar.“
Þröstur segir að Breiðdalsá sé ein af bestu laxveiðiám landsins auk þess sem mikil aukning sé í veiði í Jöklusvæðinu. Þá á fyrirtækið veiðihúsið Lækja­mót á bökkum Minnivalla­læk­jar sem veiðimenn nýta frá apríl fram í september. „Það er líka glæsilegt hús þó það sé minni en hin.“Veiðiþjónustan Strengir

Smárarimi 30 • 112 Reykjavík
+354 660 6890
ellidason@strengir.is
www.strengir.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga