Greinasafni: Afþreying
Eyjasigling
Eyjasigling
Breiðafjarðareyjar frá Reykhólum

Frá Stað, sem er 10 kílómetra vestan við Reykhóla, siglir Björn Samúelsson Súlunni um Breiðafjarðareyjar með gesti og gangandi. Ferðin tekur fjóra og hálfan tíma og er siglt út í Skáleyjar, þar sem farið er í land og gengið um eyjuna með leiðsögn. Þaðan er siglt að Hvallátrum og eftir það haldið í Flatey. Þegar Björn er spurður hvað sé áhugavert við Skáleyjar, kemur ýmislegt í ljós. „Sama ættin hefur búið þarna frá því á 17. Öld,“ segir hann. „Eyjarnar hafa alltaf verið í eigu sömu fjölskyldunnar og á sínum tíma bjó mikið af fólki þar. Það var fjórbýlt þegar mest var. Í dag er einmitt ný kynslóð um það bil að taka við. Jóhannes Gíslason bóndi er að fara að skila eyjunum til næstu kynslóðar.“
Annað sem er merkilegt, er að þetta er eyjaklasi sem telur 146 eyjar. Þarna er gríðarlega mikið æðavarp, milli fjögur og fimm þúsund hreiður. Eyjunum fylgja mikil hlunnindi, bæði æðavarpið og þangtekja. Þarna er saga sem gaman er að heyra og virkilega áhugaverð. Á siglingu okkar æjum við þarna og gefum farþegum okkar innsýn í það hvernig fólk lifir – og lifði – í eyjunni. Á leiðinni í Flatey er siglt framhjá Hvallátrum og stoppað við klett sem heitir Hrólfsklettur. Það er hægt að sigla alveg upp að klettunum þar sem er gríðarmikið fuglalíf. Aðallega rita, lundi og skarfur. Við stoppum þarna um stund við klettana til að fólk geti tekið myndir áður en haldið er til Flateyjar. Þar er siglt í gegnum Hafnarsundið inn í gömlu höfnina og við segjum frá því hvernig þessi höfn varð til – en hún er sem kunnugt er eldgígur, algerlega náttúruleg höfn.  Síðan sigli ég áfram út að vitanum og fer upp að honum þar sem tröppurnar eru og sýni þetta mjög svo sérkennilegt stuðlaberg sem er fyrir neðan hann. Þá er siglt út með Flateyjarklofningi til að skoða sprungurnar sem kljúfa eyjuna í tvennt.
Síðan sigli ég að höfninni , labba með fólkið um eyjuna og segi fólkinu frá því markverðasta, kirkjunni, bókahlöðunni, Klaustrinu sem var í Flatey á öldum áður. Fer síðan niður í þorpið og segi frá því markverðasta í húsunum í plássinu. Áður en við höldum til baka á Stað og þaðan til Reykhóla, hafa farþegarnir síðan tíma til að fá sér súpu og kaffi á hótelinu.“
Eyjasigling

Breiðafjarðareyjar frá Reykhólum
+354 849 6748 (um borð +354 854 1922)
eyjasigling@eyjasigling.is
www.eyjasigling.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga