Greinasafni: Afþreying
Veiðiár ehf.
Veiðiár ehf.
Barnvænar laxveiðiár

Staðarhólsá og Hvolsá í Saurbæ í Dalasýslu eru reknar af Veiðiám ehf. Í ánum er bæði lax og silungur og segir leigutaki ánna, Kristjón Sigurðsson veiðina hafa verið svipaða á milli ára, 220 til 230 laxar, en hafi mest farið í 380 laxa 2009. Undanfarin tvö ár hefur verið fremur lítið vatn í ánum en það hefur gerbreyst núna. Það kom til okkar starfsmaður  frá Veiðimálastofnunar haustið 2010 til að rannsaka laxa og bleikjustofninn í ánum og vildu meina að ástandið væri mjög gott, hvað varðaði báða stofnana.“ Árnar tvær eru síðsumarsár og opnaðar fyrstu helgina í júní.
„Við vorum með svolitla foropnun um daginn og þá veiddust þrír vænir laxar. Árnar eru fullar af fiskgengd á haustin og við höfum verið að sjá mikið af fiski síðustu daga. Það er þokkalega mikið vatn í ánum núna og lítur út fyrir að svo verði áfram vegna þess að við sjáum að það er enn mikill snjór í fjöllum.“ Kristjón segist leggja mikið upp úr því að fá fjölskyldufólk í veiðina. „Þetta er hættulítið vatnasvæði,“ segir hann „og margir krakkar hafa farið héðan glaðir með maríulaxinn sinn.“

Þeir sem hafa hug á að kynna laxveiðilistina fyrir börnum sínum geta því glaðst yfir því að enn eru til lausir dagar í september.

Veiðiár ehf.
+354 892 9034  
ks@rafal.is
veidiar.rafal.is/Veidiar/

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga