Greinasafni: Sveitarfélög einnig undir: Veitingar
Kaffi 59
Kaffi 59
Fjör og frábærar veitingar

Á norðanverðu Snæfellsnesi, umlukinn tignarlegum fjöllum og glæstri náttúru má finna Grundarfjarðarbæ. Bærinn er innst í firði, einkar fallegur og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi. Íbúarnir lifa og starfa í sátt við náttúruna og hefur Grundarfjörður, ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi, hlotið hina alþjóðlegu  Earthcheck umhverfisvottun.

Heimabakaðar kræsingar
Það var árið 2003, að nokkrar framtaksamar dömur tóku til höndum og opnuðu Veitingastaðinn Kaffi 59.  Upphaflega var húsið byggt sem Ásakaffi og var rekið af frumkvöðlinum Áskeli Clausen sem opnaði það 1979.
Kaffi 59 býður upp á fjölbreyttar veitingar. Hefðbundinn íslenskur matur er á boðstólum allan daginn, en þá er einnig mikið úrval af pizzum og öðrum skyndibita. Yfir daginn er boðið upp á dýrindis heimabakaðar tertur, ljúffengt kaffi og ís og með veitingunum  njóta gestir  náttúru Grundarfjarðar til hins ítrasta enda  Kaffi 59 staðsett á aðalgötunni með stórfenglegt útsýni í allar áttir.

Uppákomur og annar fagnaður
Veitingasalurinn sjálfur tekur 70 manns í sæti. Kaffihúsið er afmarkað í sólstofu en þar er auk þess glæsilegur sólpallur með frábæru útsýni til Kirkjufellsins.  Kaffi 59 státar af aðstöðu fyrir fundi og annan mannfagnað og tengingu fyrir tölvu við skjávarpa. Um helgar lifnar því staðurinn við, oft með trúbadora og önnur tónleikahöld eða karaoke uppákomur. Helstu íþróttaviðburðir og aðrar stórar uppákomur eru einnig sýndar á stóru tjaldi og mikið gert úr því að sem flestir fái notið fjölbreytts andrúmslofts.

Opnunartími Kaffi 59 er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00 - 23:00, föstudaga frá kl. 10:00 - 01:00, laugardaga frá kl. 11:00 - 01:00, sunnudaga frá kl. 12:00 - 22:00.
Á föstudögum og laugardögum er svo opið til kl. 04:00 ef haldin eru böll eða tónleikar.

Kaffi 59

Grundargötu 59 • 350 Grundarfirði
+354 438 6446
kaffi59@mi.is
www.kaffi59.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga