Greinasafni: Afþreying
Hellaskoðun frá Fljótstungu - Neðanjarðarævintýri
Hellaskoðun frá Fljótstungu
Neðanjarðarævintýri

Bærinn Fljótstunga í Borgarfirði er staðsettur í einum af stærstu hraunbreiðum Íslands. Þar er einnig að finna stærstu og lengstu hraunhella landsins og eru sumir þeirra frægir um allan heim. Víðgelmir er án efa þeirra merkastur en dropasteina- og ísmyndanir í honum gera það að verkum að sá sem þangað kemur gleymir því aldrei. Frá Fljótstungu gefst mönnum kostur á að fara í hellaskoðun með leiðsögn en það gefur ekki bara meiri innsýn í merkilega jarðfræði hellanna heldur er það líka nauðsynleg öryggisráðstöfun. Hellar eru viðsjárverður heimur sem enginn ætti að leggja í óundirbúinn og enginn þekkir hellana betur en Fljótstungubændur.

Löng og merk saga

En það er fleira sem bíður ferðamannsins í landi Fljótstungu en neðanjarðarævintýri. Þar er að finna stórkostlegt hraunlandslag, ár fullar af fiski, tjarnir byggðar álftum og öndum og einstakt berjaland. Ekki skemmir heldur hin langa og merka búsetusaga bæjarins en elstu heimildir um búsetu hér eru frá 1011. Sama fjölskyldan hefur erjað þetta land frá því seint á nítjándu öld og rætur þeirra eru traustar og sterkar. Þau þekkja umhverfið eins og lófann á sér og geta þess vegna beint ferðalöngum á einmitt það sem hann sækist mest eftir.

Frábærar gönguleiðir

Gönguferðir í  landi  Fljótstungu eru því sérstæðar og skemmtilegar og gönguleiðir liggja framhjá fögrum hraunmyndunum og heimsækja má elstu hraunhlöðnu rétt landsins sem enn er í notkun. Kyrrðin og friðurinn í mosavöxnu hrauninu er gott dæmi um endurnærandi mátt íslenskrar náttúru.

Ferðaþjónustan Fljótstunga
Fljótstunga 320 Reykholti, Borgarfirði
+354 435 1198
fljotstunga@fljotstunga.is
www.fljotstunga.is">www.fljotstunga.is
skype: fljotstunga.services

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga