Greinasafni: Hótel og gisting einnig undir: Veitingar
Orlofsparadísin Munaðarnes

Fegurð á bökkum Norðurár
Orlofsparadísin Munaðarnes

Í birkiskógi á bökkum Norðurár er Munaðarnes. Unaðsreitur sem sannarlega ber nafn með rentu og aðeins í rúmlega klukkustundar aksturfjarlægð frá höfuðborginni. Hingað koma fjölskyldur til að njóta kyrrðar, útvistar og samveru í endurnærandi umhverfi. Fimmtíu og sex fullbúnir og notalegir sumarbústaðir eru dreifðir um 65 hektara svæði. Við hvern og einn pallur með heitum potti og grilli og öllu því besta sem íslenskt sumar hefur upp á að bjóða. Þarna er geta pör, fjölskyldur og vinir notið félagsskapar hvers annars. Hér er nóg rými þannig að allt að 300 manns geta komið saman og haldið ættarmót, hátíðir og notið gleðistunda.

Hlýlegt veitingahús sem nærir sálina
Hjarta hvers heimilis slær í eldhúsinu og á sama hátt er hjarta Munaðarness að finna á veitinga- og kaffihúsinu. Þar eru sæti fyrir meira en 100 manns í einu og eigendurnir Stefanía og Þór leggja sig fram um að veita öllum fyrsta flokks þjónustu. Þau eru hugmyndarík og frumleg í matreiðslu sinni og framreiðslu og sjá sannarlega ekki eftir að hafa flutt úr borginni í þessa paradís. Frumlegur matseðillinn gerir það að verkum að fólk leggur á sig ferðir langt að til að smakka á nokkrum af sérréttum staðarins. Þau Stefanía og Þór hafa fundið leið til að nýta besta hráefni sem völ er á í næsta nágrenni. Meðal þess sem vert er að smakka eru pönnukökur eða crépes fylltar með grilluðum kjúklingi, lambakjöti eða silungi, hrísgrjónum og grænmeti.  Limousin-Galloway-nautakjöt kemur beint frá býli og hamborgarar eru hér bragðmeiri og safaríkari en gerist og gengur. Steikunum er ekki vert að reyna að lýsa þær verður einfaldlega að bragða til að skilja hvað skilur Limousin-Galloway frá öðru nautakjöti. Önnur áhugaverð nýung er geitakjötshamborgari sem enginn sælkeri ætti að láta framhjá sér fara. Auk alls þessa eru heimabakaðar kökur og dessertar sem kóróna hverja máltíð á boðstólum. Hér klikka menn ekki á smáatriðunum og kaffið er úr sérvöldum úrvalsbaunum og bragðmikið og höfugt. Frábær kaffimenning er því víðar en í miðborginni.

Afþreying við allra hæfi
En það sem þau gera, gera þau vel. Þau ákváðu að gera Munaðarnes að einum besta orlofsstað landsins og það hefur tekist. Allir finna þar eitthvað við sitt hæfi. Karaókí, bingó, kaffihlaðborð, gönguferðir með leiðsögn, mini-golf og hoppukastalar fyrir börnin eru meðal ótalmargra möguleika sem bjóðast og tryggja að engum leiðist meðan á dvöl þeirra stendur. Í Munaðarnesi er einstaklega góð aðstaða fyrir börn.

Skemmtilegt leikssvæði og stutt er í góðar sundlaugar. Þetta er góð bækistöð fyrir þá sem vilja skreppa í styttri ferðir að fallegum stöðum, fara í veiði, bregða sér á hestbak eða láta reyna á fæturnar í gönguferðir um þær ótalmörgu og fallegu gönguleiðir sem er að finna í Borgarfirði.   
Það er engin furða að þessi staður sé valinn til að halda námskeið og starfsmannafundi þegar virkilega þarf að ná hópnum saman og efla til dáða. Hér er að finna allt það besta sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða og að auki hlýja og einlæga gestrisni.

Kaffi Munaðarnes
Munaðarnesi við Norðurá • 311 Borgarnes
+354 525 8440
kaffi@munadarnes.is
www.munadarnes.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga