Toppvara í Heilsutorginu Blómavali
Toppvara í Heilsutorginu Blómavali
Ef þú platar móður náttúru, hefnir hún sín seinna

Heilsudeildin í Blómavali í Skútuvogi hefur heldur betur fengið andlitslyftingu. Deildin hefur verið stækkuð til muna, vöruúrval verið margfaldað og nú heitir hún ekki lengur Græna torgið – heldur Heilsutorgið.
Sölustjóri Heilsutorgsins er Benedikta Jónsdóttir og segir hún alveg hafa verið tímabært að hressa upp á deildina. „Græna torgið var orðið dálítið lúið og hér hefur miklu verið breytt. Í rauninni var byggð ný búð. Ein ástæðan fyrir því að ég var tilbúin að taka þetta starf að mér er sú að Kristinn Einarsson framkvæmdastjóri var alveg ákveðinn í því að vörurnar hér ættu að vera á sama verði og sömu vörur í Fjarðarkaupu og Krónunni.“

Mikið vöruúrval
Benedikta á að baki langa reynslu í heilsubransanum. Hún vann í sjö ár í Maður lifandi og þar áður í önnur sjö ár íheildsölu með lífrænar vörur. Hún hefur þvi býsna góðan grunn til að vita hvað það er sem fólk vill. „Ég vissi að minnsta kosti alveg hvernig ég vildi hafa verslunina,“ segir hún. „Ég vildi hafa mikið vöruúrval og er nú þegar komin með það allt nema snyrtivörulínuna – en hún er á leiðinni.“„Ég hef sérhæft mig í bætiefnum en það er orðin veruleg vöntun á fólki sem er frótt um bætiefni. Það er ekki sama hvernig þau eru. Ég vil bara vera með toppgæði, ekki gervivítamín, heldur náttúruleg vítamín. Ég hef þekkinguna á þeim og er ég komin með merki sem mér finnst frábært, DR. Mecola. DR. Mekola er skurðlæknir að mennt en færði sig yfir í heildrænar lækningar, lærði meðal annars osteopatiu. Hann er einn af tíu mest lesnu heilsulæknum í Bandaríkjunum og setur ekki nafnið sitt á hvað sem er. Hann vill hafa vítamínin í toppgæðum.“

Lífræn vara mikilvæg

Aðspurð hvaðan varan í Heilsutorginu kemur, segist Benedikta versla við alla heildsala sem eru með rétta vöru. „Ég byrjaði hér í vor eftir að hafa átt góða tíma í Maður lifandi. Mig langaði einfaldlega til að breyta til. Þegar mér bauðst þetta starf, vissi ég að það væri rétt fyrir mig. Hér er frábær andi. Það er eitthvað sérstakt við Blómaval.“ Í Heilsutorginu eru allar tegundir af matvörum nema kjöt og fiskur, lífrænt grænmeti og ávexti, náttúrvænar hreinlætisvörur, lífrænir safar, baunir, fæðubótarefni og ofurfæði. Grænmetið er að hluta til íslenskt. „Allt sem við getum fengið, tökum við íslenskt.  Ávextir og annað grænmeti fáum við að utan í gegnum heildsölur sem við treystum og flytja aðeins inn lífrænt,“ segir Benedikta. Þegar hún er spurð hvers vegna lífræn vara sé svona mikilvæg, svarar hún:„Það sem mér finnst mikilvægast við lífræna vöru er að geta verið nokkuð viss um að fá ekki erfðabreyttan mat. Ég er mjög á móti slíku. Ég þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af því að fá kemísk efni, gervisykur, msg eða önnur kemísk efni sem eiga ekkert heima í matvælum. Það er allt í lagi að setja slík efni á bílana sína – en hvorki í matvöru, hreinlætisvörur eða snyrtivörur.
Þar dugar aðeins lífrænt og hreint.“

Snyrtivörur og súperfæða
„Fólk ætti að skipta yfir í hreinustu og bestu hreinlætisvörur sem fáanlegar eru og fást aðeins í heilsuvöruverslunum og heilsudeildum. Heilsutorgið er með frábært úrval af þeim vörum. Allt of margir eru með ofnæmi og óþol fyrir efnunum í venjulegum þvottaefnum og hreinlætisvörum. Ég mæli með að fólk kynni sér muninn og hve frábært það er að nota einar þær bestu hreinlætisvörur sem völ er á.
Í snyrtivörulínunni í Heilsutorginu eru þekkt merki eins og DR. Hauchka, Weleda og Logona, Sante. „Síðan erum við með öll íslensku jurtakremin sem eru algerlega frábært. Við erum með öll íslensk krem sem eru án aukaefna. Þú getur verið 99 prósent viss um að þú sért að fá eins hreina vöru og mögulegt er.
Við bjóðum upp á fyrst flokks vörur fyrir konur, karlmenn og börn. Sjálf versla ég ekkert annað. Og hef ekki gert frá því að ég uppgötvaði þessa hreinu vöru fyrir fimmtán árum. Ef þú platar móður náttúru, hefnir hún sín seinna. Við erum ekki hönnuð fyrir kemískt dót.“ Benedikta segist leggja mikla áherslu á súperfæðu í Heilsutorginu. „Hún er mjög vinsæl núna, allt frá chia fræjum, hampfræjum og maca. Þetta flokkast sem súperfæði vegna þess að í henni er mikið af vítaminum, steinefnum og amínósýrum, mörg hundruð sinnum meira en í annarri fæðu.“ Þegar Benediktu er bent á að fólk viti almennt ekkert hvað á að gera við slíka fæðu, er hún skjót til svars: „Þá er bara að koma til mín og kenni því hvernig best er að nota þetta. Ég gerþekki þessa vöru. Svo vil ég líka endilega benda fólki á fyrirlestrana sem við stöndum fyrir hér. Þetta eru fræðslufyrirlestrar sem við auglýsum sérstaklega og það er um að gera fyrir alla sem vilja að koma til að fræðast.“

www.blomaval.is   

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga