Almar Bakari - Bakarí heimsborgarans
Almar Bakarí
Bakarí heimsborgarans

Selfoss er fallegur bær á suðurlandinu og sækir ferðafólk bæinn heim í auknum mæli undanfarin ár. Á undanförnum árum hefur bærinn verið í miðju  mikilla jarðhræringa og ber stórkostleg náttúrufegurðin allt í kring þess merki. En þrátt fyrir mikla ólgu í jarðskorpu suðurlandsins þá ber mannlífið þess enn merki um líflegan bæ sem dafnað hefur í gegnum árin. Í hjarta bæjarins heyrist ljúfur niður hinnar fögru en kröftugu Ölfusár og laðar hún að ferðamenn frá öllum heimshornum. Blómstrandi miðbæjarlífið er fjölbreytilegt og menningarlíf bæjarins laðar að flóru mannlífsins á suðurlandinu og suðvesturhorninu. Á fallegum degi eru það ófáir sem stoppa á Selfossi til að kynna sér viðburðaríkt listalíf á svæðinu, spila golf í stórkostlegri náttúrufegurð og gæða sér á ljúffengu kaffi eða smakka á kúluís frá Kjörís í hinu landsþekkta Almar bakaríi sem nýlega opnaði í nýju 200 fermetra húsnæði í gamla Landsbankaútibúinu.  Almar bakari er rekið af Almari Þór Þorgeirs­syni sem nam sín fræði í Danmörku og konu hans Ólöfu Ingibergsdóttur, en þau opnuðu fyrsta bakaríið í Hveragerði þar sem finna má merki um kraft jarðhitasvæðisins á sjálfu gólfinu í bakaríinu. Þar má sjá sprungu og fyrir þá forvitnustu má endurupplifa jarðskjáltftana eins og suðurlandsbúar þekkja þá í upplýsingamiðstöð bæjarins. Það sem einkennir bakaríið eru ofnarnir sem ganga fyrir jarðhita. Almar og Ólöf bjóða upp á hollt og gott brauð sem bakað er úr jarðhita svæðisins og má segja að allt frá brauði og sætubrauði, kökur, kex, samlokur og pasta eiga rætur sínar að rekja til svæðisins. Þau hjónin bjóða meðal annars upp á ódýra en holla og ljúffenga súpu sem elduð er á staðnum og hefur hlotið lof bæði heimamanna og utanaðkomandi.

Salurinn tekur allt upp í 40 manns í sæti
Þegar veðrið er gott, má njóta blíðunnar úti fyrir og kæla sig niður með kúluís. Í þessu litla en nútímalega bæjarfélagi má finna sér margt að gera og er í raun nauðsynlegt að gista á einu af gistihúsum bæjarins eða tjaldstæðinu og njóta alls þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Í morgunsárið er upplagt að njóta stórkostlegrar náttúrunnar og labba upp að árbakkanum með nesti úr bakaríinu. Þar geta allir unað sér hvort sem er um bóklærðan bókaorm, upprennandi jarðfræðinga eða áhugasama stangveiðimanninn. Ekki má þó gleyma að hafa fyllstu aðgát við ána því þó að morgunstund við árbakkann sé draumi líkust má ekki falla í algleymi yfir ljúfum og seiðandi nið Ölfusár. Þegar líður á daginn er upplagt að leggja leið sína í Almar bakari enn og aftur og gæða sér á kældu hvítvíni á meðan börnin leika sér að lokinni ísveislu.
 
Og ekki má gleyma brauðinu!

Einstökum keimi brauðsins er best notið með ljúfu rauðvínsglasi og minnir margan heimsborgarann á kaffihús í sveitahéruðum Þýskalands þaðan sem Almar á sjálfur rætur að rekja. Auðvitað má ekki gleyma bragðmiklum íslenskum osti til að njóta þess besta sem Selfoss býður upp á. Það  vita það kannski ekki margir en bakaríishefðin er ekki jafn útbreidd og við gerum okkur grein fyrir. Til að mynda búa Bandaríkjamenn, allavega þeir sem blaðamaður hefur komist í kynni við og eru þeir allmargir, ekki við þann lúxus. Gott brauð er langt frá því að vera ódýrt og því þykir mörgum íslensk bakaríishefð áhugaverð og sækjast sérstaklega eftir því að nýta tíma sinn vel á meðan landið er heimsótt. Því er upplagt að bjóða erlendum vinum sem koma hingað til lands til að upplifa Ísland og íslenska náttúru, upp á ekta suðurlandsbrauð eins og það gerist best. Maðurinn og náttúran eru eitt á suðurlandinu og vita heimamenn betur en flestir hversu öflug móðir jörð er þegar reiðin ólgar í æðum hennar. Þá hristist jörðin undan selfyssingum en þrátt fyrir það heldur lífið áfram og samkenndin og viljinn í samfélaginu er víst besta dæmið um það. Almar bakari er á alfaraleið, einungis í nokkra metra fjarlægð frá bæjarmörkunum og því engin afsökun að keyra ekki yfir brúnna og hlusta betur á nið ánnar í góðum félagsskap í gamla Landsbankahúsinu.

Erum á Facebook

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga