Geymið bílinn á hóteli meðan ferðast er erlendis
Geymið bílinn á hóteli meðan ferðast er erlendis
Bílahótel við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Bílahótel (áður Alex bílahús) var stofnað árið 1993 og hefur allar götur síðan þjónustað flugfarþega er fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá upphafi hefur verið boðið upp á innigeymslu á bílum fyrir flugfarþega, auk þess sem boðið er upp á öll almenn bílaþrif. Ennfremur er boðið upp á alla almenna viðhaldsþjónustu á bílum svo sem þjónustuskoðanir, smurþjónustu, dekkjaþjónustu, bifreiðaskoðanir, eldsneytisáfyllingar og í raun alla þjónustu sem snýr að bílum og þá í samstarfi við löggild verkstæði, enda tilvalið að nýta tímann meðan dvalið er erlendis fyrir stórar jafnt sem smáar viðgerðir á bílnum.

Einfalt og  þægilegt
Það er mjög einfalt og þægilegt að geyma bílinn hjá Bílahóteli. Bílnum er lagt á skammtímastæðið (P1) sem er næst innritunarsal flugstöðvarinnar. Í innritunarsal er síðan sjálfsafgreiðsluborð merkt Bílahótel, þar sem fyllt er út verkbeiðni, hún sett í hólf á borðinu ásamt lyklinum. Starfsmenn Bílahótels sækja síðan bílinn sama dag og fara með hann í innigeymslu. Þótt alltaf sé betra að panta þjónustuna fyrirfram á vefnum www.bilahotel.is, er það ekki nauðsynlegt. Starfsmenn segja álag mismikið og því skynsamlegra að tryggja sér stæði, einkum ef þrífa á bílinn eða þjónusta á einhvern hátt. Það er óneitanlega þægilegt að koma heim eftir ferðalag erlendis og stíga beint upp í tandurhreinan bíl – sem er auk þess í lagi. Við heimkomu er aðstaða á hægri hönd þegar komið er út úr tollinum, þar bíður starfsmaður Bílahótels með lykilinn að bílnum eða lyklinum hefur verið komið fyrir í lyklaboxi.  Lykiltölur að boxinu hafa þá verið sendar með SMS í síma þjónustukaupa. Bíll eiganda bíður á skammtímastæði næst komusal.  Sími er í afgreiðslunni, þar sem þjónustukaupi getur náð beinu sambandi við Bílahótel.

Tryggingar og vöktun
Bílahótel er samstarfsaðili Saga Club Icelandair og fá félagar punkta þegar þeir nýta sér þjónustuna.
Bílahótel tryggir bíla fyrir tjóni er hlýst af þeirra völdum, en ekki fyrir tjóni eða tjónum, er aðrir geta valdið. Undanskiliði frá tryggingu er  vél- og rafbúnaður. Bíll er á ábyrgð eiganda á bílastæðum flugstöðvar. Bílahótel áskilur sér rétt til að bílar standi utandyra á mestu álagstímum. Bæði bílahús og stæði Bílahótels eru vöktuð af viðurkenndu öryggisfyrirtæki.

www.bilahotel.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga