Margverðlaunuð rafmagnshjól á markaði hérlendis
Margverðlaunuð rafmagnshjól á markaði hérlendis
Nú skal hjólað!

Við segjum stundum að Ísland sé óheppilegt til hjólreiða vegna veðra og vinda og snjóa og skafla; þetta sé einfaldlega of erfitt. En nú eru afsakanir slegnar út af borðinu með tilkomu rafmagnshjóla. Rafmagnshjól í Skipholti 33 hóf innflutning á QWIC hjólunum frá Hollandi í júní síðastliðnum. Þetta eru hjól í hæsta gæðaflokki og „með öllu,“ aurhlíf á brettunum, lokaða keðjuhlíf, díóðuljósum að framan og aftan, sterkan bögglabera með þrefaldri teygju svo hægt er að ferðast með tölvna sína, veskið, sundtöskuna eða matarinnkaupin. Hjólið hefur sjö gíra sem eru lokaðir inni i afturnafi (engin utanáliggjandi tannhjól) og stýri sem hægt er að stilla á marga vegu. Hjólin eru smekkleg og vel hönnð – enda hafa þau hlotið fjölda 1. verðlauna í óháðum hjólaprófunum í Hollandi.

Falleg, þægileg og notendavæn

Ragnar Kristinn hjá Rafmagnshjólum segir að fyrstu QWIC hjólin hafi komið á götuna árið 2006. „Hugmyndin kviknaði tveimur árum áður þegar tveir ungir hollenskir verkfræðingar fóru í 7 mánaða og 10.000 km langt hjólreiðaferðlag á milli Beirút og Peking. Í ferðinni fengu þeir hugmynd um að hanna og framleiða einfalt, vandað og þægilegt borgarhjól með hjálp nútíma rafmagnstækni. Í framhaldi hófst samstarf við tæknideild Háskólans í Delft. Það samstarf stendur enn. Hollendingar nota hjólið sem samgöngumáta mest allra í hinum vestræna heimi. Rúmlega  30%  allra þeirra ferða eru á hjólum á móti 20% Dana – sem þykja nú ekki litlir hjólreiðamenn. En þetta snýst ekki bara um Hollendinga. Nútímamaðurinn er meira og minna háður samgöngum og rafmagnshjólin eru sjálfbær ferðamáti. Með þeim skapast nýr og umhverfisvænn valkostur til að komast á milli staða í borg og þéttbýli. Þar með leggjum við okkar af mörkum til minni bílaumferðar – sem nú þegar er orðið stórt vandamál hér, minni útblásturs og betri heilsu.“ Læknar og sjúkraþjálfarar mæla eindregið með þessum hjólum fyrir alla, ekki síst gigtarsjúklinga og QWIC hjólin eru frábær kostur. Þú færð alveg þá þjálfun og hreyfingu sem þú vilt út úr hjólinu. Mótorinn hjálpar þér á móti vindi og upp brekkur – en þú stjórnar því.“

Barnastólar í hæsta gæðaflokki
Rafmagnshjól í Skipholti bjóða einnig upp á mjög vandaða og flotta barnastóla sem passa á öll hjól. Þetta eru YEPP barnastólarnir sem koma einnig frá Hollandi. Stólarnir eru margverðlaunaðir fyrir öryggi og hönnun og uppfylla alla ströngustu öryggisstaðla í Evrópu og Bandaríkjunum. Minni stólarnir sem eru festir á stýrisstöngina eru fyrir börn frá 9 mánaða upp í þriggja ára. Stærri stólarnir eru fyrir börn frá 9 mánaða og upp í sex ára. Þeir eru festir á bögglabera eða sætisstöng. Stólarnir eru í flottum litum og hægt er að skipta um liti á ólum og axlapúðum. Á stólunum eru stór og vel staðsett endurskinsmerki. Síðast en ekki síst er hægt að fá léttan og fyrirferðarlítinn stólfót sem hægt er að taka með sér hvert sem er, til afa og ömmu, til vina eða á kaffihús. Ferðapoki með axlaról fylgir. Stóllinn er þá orðinn að barnastól. Stólarnir eru tilvalin gjafavara. Rafmagnshjól senda hvert á land sem er. Til að kynna sér vöru og þjónustu fyrirtækisins betur er upplagt að fara á heimasíðuna www.rafmagnshjol.is þar sem einnig er hægt að skoða lánatilboð fyrirtækisins og skilmála þeirra.

www.rafmagnshjol.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga