Greinasafni: Hótel og gisting
Miguel og Monica, Islandia á Spáni
Miguel og Monica Islandia á Spáni
Icelandic Times gagnast okkur mjög vel

Miguel Pindado og eiginkona hans Mónica reka ferðaskrifstofuna Islandia á Spáni. Eins og heiti fyrirtækisins ber með sér, sérhæfir það sig í ferðum til Íslands. Þar er boðið upp á sérhannaðar ferðir fyrir einstaklinga og hópa, skipulagðar hópferðir og í hvaða tilgangi sem er. Fuglaskoðunarferðir, fossaskoðunarferðir, hestaferðir, gönguferðir, hringferðir, hefðbundnar skoðunarferðir – allt er inni í myndinni. Þekking hjónanna á Íslandi á sér langa sögu. Miguel var svæðisstjóri Flugleiða í Marid árum saman. Monica hefur lengi starfað sem leiðsögumaður í Íslandsferðum. Þau hafa ekki lengur tölu á ferðum sínum hingað til lands en stofnuðu ferðaskrifstofuna Islandia árið 2006.
Islandia er meðal þeirra rúmlega eitt þúsund ferðaskrifstofa sem fá tímarititð Icelandic Times sent um leið og það kemur út annan hvern mánuð. Miguel og Monica segjast afar hrifin af tímaritinu og noti það mikið. Monica segir upplýsingarnar mjög gagnlegar og hjálplegar. „Auðvitað erum við sem skipuleggjum ferðalög alltaf að leita að einhverju nýju og áhugaverðu fyrir viðskiptavini okkar sem eru frá Spáni, Frakklandi og Portúgal og það er mikill hraði í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Það er dásamlegt að fá upplýsingar á tveggja mánaða fresti um það sem er nýjast og hvað sé að breytast. Við fáum oft skemmtilegar hugmyndir þegar við förum í gegnum Icelandic Times. Miguel og Monica eru nýfarin aftur til Spánar eftir að hafa ferðast um Ísland í kjölfar Vest norden ferðakaupstefnunnar. Tilgangur ferðarinnar að þessu sinni var að skoða hótel og gistihús. Monica segir þau hafa skoðað sextíu og sjö hótel og gististaði sem hún las fyrst um í Icelandic Times. „Við erum alltaf að leita að skemmtilegum, notalegum, áhugaverðum stöðum fyrir viðskiptavini okkar. Þetta hafa verið allt frá litlum gistiheimilum upp í hótel í hæsta gæðaflokki. Við þurfum stöðugt að fylgjast með vegna þess að við skipuleggjum ferðir fyrir hundruði Spánverja, Portúgala og Frakka hingað á hverju ári og það er afar hjálplegt að geta flett upp í íslensku tímariti, sem er faglega unnið, til að fá hugmyndir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga