Greinasafni: Veitingar
Engir stjúpmóðurskammtar á Besta bitanum á Akureyri
Á Besta bitanum á Akureyri er áhersla lögð á ferskleika og hollustu
Engir stjúpmóðurskammtar

Besti bitinn í miðbæ Akureyrar nýtur sívaxandi vinsælda meðal heimamanna og ferðamanna. Ekki einasta er staðurinn vel staðsettur í Skipagötunni þar sem hann var opnaður  27. júní síðastliðinn, heldur er hann ekkert venjulegur skyndibitastaður. Ferskleiki og hollusta er stefna eigendanna og þess vegna er boðið upp á hollustufæði, auk venjulegra skyndibitarétta. Besti bitinn er notalegur skyndibitastaður fyrir alla fjölskylduna í eigu hjónanna Hallgríms Guðmundssonar og Huldar Ringsted. Huld segir staðinn aðeins bjóða upp á ferskasta hráefni sem völ er á. „Ástæðan fyrir vinsældum okkar eru sú að við kaupum kjúklinginn alltaf ferskan frá Matfugli. Við erum aldrei með kjúkling sem hefur verið frystur. Þá verður hann bara þurr. Þetta er ekta kjúklingur sem hefur ekki verið meðhöndlaður með neinum efnum,“ segir Hulda. „Þótt við séum eini kjúklingabitastaðurinn á Akureyri, leggjum við mikinn metnað í það sem við erum að gera. Við bjóðum upp á grillaða kjúklingabringu með hrísgrjónum og léttri sósu, kjúklingabita, „hot-wings,“ kjúklinganagga og kjúklingasalat – og djúpsteiktan kjúkling.  Það eina sem við bjóðum upp á, fyrir utan kjúkling, er „fish and chips“ sem nýtur ákaflega mikilla vinsælda og fiskinn fáum við auðvitað ferskan á hverjum degi. Síðan erum við með léttari rétti eins og Mozzarella-stangir, Jalapeno-stangir, og laukhringi. Áhersla okkar á hollustuna hefur orðið til þess að Besti bitinn er einn vinsælasti veitingastaðurinn á Akureyri meðal líkamsræktarfólks. Nánast allt vaxtaræktar- og fitnessfólk á Akureyri er í föstu fæði hjá okkur.“
Á Besta bitanum eru sæti fyrir 30 gesti, en að sjálfsögðu er hann líka „take-away“ staður. Auk matseðils fyrir fullorðna er boðið upp á barnamatseðil. „Við gerum virkilega vel við börnin hér,“ segir Huld. „Þau fá góðan mat og vel útilátinn. Hér er allt vel útilátið, engir stjúpmóðurskammtar hjá okkur. Fólk fær alveg fyrir peninginn sem það borgar. Það er alveg sérlega hagstætt verð á barnamatseðlinum, vegna þess að það á ekki að kosta hvítuna úr augunum að gefa börnum að borða hollan mat. Og að sjálfsögðu erum við með glaðninga fyrir börnin og erum stöðugt að bæta við þá – auk þess sem þau fá gefins íspinna eftir matinn.“
Á Besta Bitanum má líka alltaf finna tilboð dagsins – og svo er það kaffið. „Við bjóðum aðeins upp á eðalkaffi“, segir Huld, „hvort sem það er cappuccino, es  zzpresso, latte, swiss mocca eða bara gamaldags uppáhellt, venjulegt kaffi.“

Besti Bitinn

Skipagata 2
600 Akureyri
sími: 578-6400
fiskistjarnan@internet.is

Erum á Facebook

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga