Nýsköpun í anda Nordic Built sáttmálans

Innanríkisráðherra undirritar sáttmálann ásamt fulltrúum þeirra hönnunarstofa sem vinna að hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði”.

Norræni byggingariðnaðurinn tekur höndum saman um sjálfbærni
Nýsköpun í anda Nordic Built sáttmálans

Nordic Built er eitt af sex svonefndum kyndilverkefnum sem stofnað var til í tengslum við mótun nýrrar stefnu um samvinnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum, með áherslu á grænan vöxt, sem norrænu viðskipta- og iðnaðarráðherrarnir samþykktu í október 2011. Norræna ráðherraráðið fjármagnar verkefnið ásamt Nordic Innovation, sem er í forsvari fyrir framkvæmd þess.

Sáttmáli og samkeppni
Með því að hvetja til samvinnu á milli landa og atvinnugreina vilja Norðurlöndin stofna til nýstárlegs samstarfs sem skilar nýsköpun í byggingariðnaði. Markmiðið er að samkeppnisandinn í greininni stuðli að nýjum hugmyndum sem koma Norðurlöndunum í forystu hvað varðar vistvæna byggð. Nordic Built fer fram í þremur tengdum áföngum á tímabilinu 2012-2014. Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur áhersla verið lögð á að skilgreina þær sameiginlegu áskoranir og tækifæri sem norræni byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Sú vinna leiddi til Nordic Built sáttmálans, Nordic Built Charter, sem er kjarni verkefnisins.

Fulltrúar Reita fasteignafélags undirrituðu sáttmálann. Á myndinni eru einnig fulltrúar Teiknistofunnar Traðar, ASK arkitekta, Batterísins arkitekta og Vistbyggðarráðs sem allir hafa undirritað sáttmálann.

Mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði sáttmálann ásamt fulltrúum þeirra hönnunarstofa sem vinna að hönnun Húss íslenskra fræða, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en allar þessar byggingar fara í gegnum alþjóðlegt umhverfisvottunarferli. Á myndinni eru einnig fulltrúar Framkvæmdasýslunnar og Fasteign ríkissjóðs, sem báðir hafa undirritað sáttmálann.

Verkefninu ýtt úr vör

Þann 8. ágúst síðastliðinn undirrituðu 20 stjórnendur úr norræna byggingariðnaðinum Nordic Built sáttmálann í Kaupmannahöfn, og sýndu þar með vilja sinn til framþróunar. Með undirskriftinni gefa þeir fyrirheit um að fylgja tíu meginreglum Nordic Built sáttmálans í starfi sínu og fyrirtækja sinna, og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að þróa samkeppnishæfar lausnir í sjálfbærri mannvirkjagerð.  Af Íslands hálfu undirrituðu sáttmálann Óskar Valdimarsson f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, Helga Jóhanna Bjarnadóttir f.h. EFLU verkfræðistofu, Sigurður Einarsson f.h. Batterísins arkitekta og Sigríður Björk Jónsdóttir f.h. Vistbyggðarráðs.  Þessir aðilar hafa tekið að sér að vera sendiherrar verkefnisins á Íslandi og kynna það innan mannvirkjageirans.  

Einstakar forsendur

Norræni byggingariðnaðurinn hefur þróað fjölda íhluta fyrir vistvænar byggingar og öll Norðurlöndin leggja ríka áherslu á umhverfismál. Þar að auki er löggjöfin í þessum löndum ströng og endurspeglar metnað í að byggja vönduð og endingargóð mannvirki. Norðurlöndin hafa einstakar forsendur fyrir því að marka sér sérstöðu á heimsvísu í vistvænni mannvirkjagerð. Samvinna landanna á milli gerir þeim kleift að nýta tækifærin á þessum vaxandi markaði eins og best verður á kosið. Því er hvatt til þess að  iðnaðinn í heild undirriti Nordic Built sáttmálann og fylgi þeim reglum sem hann setur. Eins og staðan er í dag nýtir byggingariðnaðurinn á Norðurlöndum ekki til fulls þau miklu tækifæri sem felast í vistvænni mannvirkjagerð. Markmið Nordic Built verkefnisins er að iðnaðurinn sameinist um að nýta sérþekkingu sína til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir vistvænni mannvirkjagerð í heiminum. Leiðandi fyrirtæki í greininni hafa nú þegar tekið fyrstu skrefin og hvetja aðra til þess að gera hið sama. Óskar Valdimarsson forstjóri Framkvæmda­sýslunnar segir að verkefnið sé að búa til og festa í sessi vörumerkið Nordic Built og að ná samstöðu um að byggja upp þá ímynd Norðurlandanna að þau séu í forystu um vistvæna og góða hönnun. Markmiðið sé að geta flutt þá hönnun út til annarra landa.

Jákvæðar viðtökur á Íslandi
Mannvirkjageirinn á Íslandi hefur tekið þessu átaki opnum örmum og hafa nú þegar um 20 aðilar undirritað sáttmálann.  Innanríkisráðherra var fyrstur ráðherra á Norðurlöndum til að undirrita sáttmálann ásamt fulltrúum þeirrra hönnunarstofa sem vinna að hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði, en fangelsisbyggingin mun fara í gegnum alþjóðlegt umhverfisvottunarferli.
 
 
Verkefnið skiptist í þrjá áfanga
Nordic Built fer fram í þremur tengdum áföngum á tímabilinu 2012-2014. Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur áhersla verið lögð á að skilgreina þær sameiginlegu áskoranir og tækifæri sem norræni byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Sú vinna leiddi til Nordic Built sáttmálans, Nordic Built Charter, sem er kjarni verkefnisins. Annar áfangi verkefnisins er samkeppni sem verður formlega sett af stað þann 8. nóvember næstkomandi. Samkeppni snýst um að kalla fram hugmyndir að  hönnun á endurbótum bygginga með sjálfbærni, nýsköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Markmiðið er að vekja athygli á Nordic Built sáttmálanum með hvetjandi verkefnum, rausnarlegum peningaverðlaunum og mikilli umfjöllun. Þriðja stigið er síðan að koma á víðtækri breytingu með því að styðja við innleiðingu á nýjum aðferðum, bæði með fjárstuðningi og sameiginlegum verkefnum.


Myndinar hér að ofan sýna þær fimm byggingar sem samkeppnin mun snúast um, en þær eru í þeirri röð sem þær koma fram: Posthuset, Osló, Noregi;  Hippostalo, Tampere, Finlandi; Botkyrkabyggen,  Stokkólmi, Svíþjóð; Höfðabakki, Reykjavík, Íslandi; Ellebo, Ballerup, Danmörk.

Fyrirkomulag samkeppninnar

Samkeppnin snýst um hönnun á endurbótum fimm bygginga, einnar byggingar í hverju Norðurlandanna. Fyrra stig keppninnar er opin hugmyndasamkeppni um almennar hugmyndir og lausnir. Fjórir þátttakendur í hverri samkeppni fá verðlaun sem nema um sex milljónum íslenskra króna og þátttökurétt í seinna þrepinu. Til að koma til greina í seinna þrepið verða tillögurnar að vera raunhæfar og framkvæmanlegar. Sigurvegari í hverri samkeppni fær síðan samning við eigendur bygginganna um hönnun endurbótanna.  Bent er á að þess er vænst að keppendur myndi samnorræn teymi í þessari samkeppni og því geta íslenskir hönnuðir verið þátttakendur í öllum fimm samkeppnunum.  Það norræna teymi sem er með bestu heildarlausnina og þykir framfylgja Nordic Built sáttmálanum best vinnur aðalverðlaunin, um tuttugu milljónir íslenskra króna.
Íslenska verkefnið mun fjalla um hönnun á endurbótum hluta skrifstofugarða Reita við Höfðabakka í Reykjavík, en fyritækið hefur undanfarin misseri unnið að vistvænum endurbótum á svæðinu. Lóðin var endurnýjuð þannig að bílastæðum var fækkað og gróður aukinn. Hluti húsnæðisins hefur nú þegar verið endurnýjaður á vistvænan hátt í samvinnu Reita og leigutakans, EFLU verkfræðistofu, og sótt hefur verið um BREEAM umhverfisvottun á þær framkvæmdir.

Hér Má sjá Nordic Sáttmálann í heid sinni
www.fsr.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga