Greinasafni: Hótel og gisting
Reisulegt hótel byggt á bjargi - Hótel Berg
Hlýlegt og kósí er einkunnin sem Hótel Berg í Keflavík fær hjá flestum sem þar hafa dvalið
Reisulegt hótel byggt á bjargi

Við smábátahöfnina í Keflavík  stendur Hótel Berg, reisulegt hús sem upphaflega var einbýlishús flutt inn frá Kanada en hefur á örfáum árum verið tekið í gegn og byggt við það. Hótelstýran, Ólöf Elíasdóttir, keypti húsið ásamt manni sínum fyrir sex árum en fyrir tveimur árum voru fuglarnir flognir úr hreiðrinu og húsið eiginlega orðið of stórt. „En við tímdum ekki að selja það,“ segir Ólöf, „þannig að við stækkuðum það enn meira og breyttum því í hótel. Mig hafði alltaf langað til að reka svona lítinn, heimilislegan og fallegan gististað. Þegar við réðumst í þetta verkefni vorum við ekkert viss um að þetta myndi virka. Við sögðum kannski, kannski ekki, en þetta hefur svínvirkað.“

Gestir hrifnir
Hótel Berg var opnað 1. júlí 2011 og það er bæði satt og rétt að hugmynd þeirra hjóna svínvirkaði. Þegar skoðaðir eru vefir eins og booking.com og tripadvisor.com, kemur í ljós að allir sem hafa gist á hótelinu mæla með því. Gestirnir hafa skrifað yfir 500 ummæli og  gefið því heildareinkunnina 9.5 – sem er einstakt. Ólöf segir erlenda gesti duglega að láta vita af góðum stöðum á netinu og hingað til hafa 90 prósent gesta Hótel Bergs verið útlendinga. „Okkur langar til að fá meira af Íslendingum til okkar. Við erum lítið kósí hótel, andrúmsloftið er heimilislegt og við viljum að gestum okkar liði vel. Við rekum fólk til dæmis ekkert út og erum mjög sveigjanleg. Við hjónin rekum hótelið, ásamt einum starfsmanni og þetta er allt ósköpafslappað hjá okkur. Vlið fórum ekki út í þetta í þeirri von að verða rík, heldur langaði okkur að gera eitthvað spennandi, skemmtilegt og krefjandi – og við höfum óskaplega gaman af þessu.
Harley Davidson hjólið látið fjúka
Við vorum 45 ára, áttum smá pening og þetta fína hús. Í stað þess að fara bara að halla okkur, ákváðum við að setja allt okkar í þetta. Karlinn seldi meira að segja Harley Davidson hjólið sitt. Það var nú bara alveg heill sökkull. Nú, ef þetta gengi ekki, væri það allt í lagi, krakkarnir voru farnir að heiman og við myndum redda okkur. En þetta hefur allt blessast og er óskaplega gaman. Gestirnir okkar hafa verið þannig að það er eins og við höfum valið þá sjálf. Við fáum mikið af miðaldra fólki sem er vant að ferðast og hefur gaman af því. Þetta er eins og að fá vini sína í heimsókn og það má segja að félagslegri þörf minni sé algerlega fullnægt í vinnuni. Mér finnst líka gott að vera minn eigin herra.“Þjónustan á Hótel Berg er frábær ef marka má umsagnir þeirra gesta sem þar hafa dvalið. Einkum eru gestirnir hrifnir af gestgjöfunum sem þeir segja einstaklega elskulega og – morgunmatnum sem þykir góður. Það segir líka yndislegt að vakna við fuglasönginn íbjarginu á morgnana og dunda sér við að horfa á veiðimennina sigla á sínum litríku smábátum inn og út úr víkinni. Einnig eru þeir ánægðir með að vera bæði sóttir og keyrðir i flug ef svo ber undir. Auk þess geymir Hótel Berg bílinn fyrir þá sem þurfa að skreppa erlendis. Á Hótel Bergi eru ellefu herbergi með samtals 22 gistirýmum.Öll herbergin eru með baðherbergi, þráðlausu interneti, öryggishólfi, vönduðum rúmfatnaði, kæli, hárblásara og fleiri þægindum. Arineldur logar í setustofunni sem prýdd er íslenskum húsgögnum. Úr stofunni er ákaflega fallegt útsýni yfir smábátahöfnina, bæinn og hafið.Á pallinum fyrir utan er heitur pottur sem þar sem gestir njóta þess að slaka á. Ólöf og eiginmaður hennar, Arnar, eru meir og minna á staðnum, ásamt hundunum Tómasi og Fríðu en Tómas er einmitt víðfrægur úr þáttunum Andri á flandri sem sýndir hafa verið á RÚV.

www.hotelberg.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga