Gistiheimilið Hvanneyri með góða aðstöðu fyrir vetraríþróttafólk

Nýtt blómaskeið á Siglufirði
Gistiheimilið Hvanneyri með góða aðstöðu fyrir vetraríþróttafólk

Nyrsti kaupstaður landsins, Siglufjörður, er svo sannarlega að ganga í endurnýjun lífdaganna. Eftir áralanga deyfð er mannlíf að færast í blóma og með tilkomu Héðinsfjarðarganganna á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hefur ferðamannastraumurinn til þessa ægifagra fjarðar margfaldast. Enda þjónusta við ferðamenn með miklum ágætum allan ársins hring.
Sú var tíðin að Siglufjörður ól af sér mikla skíðakappa en svo ólu önnur bæjarfélög slíka af sér á niðurlægingarárum bæjarfélagsins og um tíma leit helst út fyrir að Siglufjörður væri að hverfa úr minni þjóðarinnar. Atvinnuástand var bagalegt, fólk fluttist burtu, hús stóðu auð og dröbbuðust niður. Hver sá sem nennti að gera upp hús, gat fengið það fyrir slikk. En nú er öldin önnur. Á örfáum árum hefur Siglufjörður verið rifinn upp úr dróma og öðlast sína fyrri fegurð. Skíðasvæðið hefur tekið stakkaskiptum og nú er verið að bæta þar við enn einni lyftu. Aðstaða fyrir  vetraríþróttafólk er orðin með hinum mestu ágætum. Í hjarta bæjarins er gistiheimilið Hvanneyri sem býður upp á einkar góða þjónustu fyrir ferðafólk og aðra gesti sem vilja njóta vetrarfegurðar og  íþróttaiðkunar. Gistiheimili hefur verið rekið í húsinu frá 1996 og aðstaða öll hin ákjósanlegasta. Herbergin eru allt frá einstaklingsherbergjum, upp í sex manna herbergi, sum með setustofu. Á fyrstu hæð eru fjögur herbergi, þar af eitt sex manna herbergi (með þremur kojum), tvö salerni og tvær sturtur.  Á annarri hæð er eitt stórt svefnherbergi með sér setustofu og snyrtingu. Þar er eldhús sem allir gestir gistiheimilisins hafa aðgang að, koníaks/setustofa og morgunverðarsalur sem einnig hentar vel fyrir hvers kyns fundi. Á þriðju hæð eru níu herbergi sem hvert og eitt getur rúmað fjóra einstaklinga og á fjórðu hæð eru níu herbergi sem eru ýmist notuð sem eins eða fjögurra manna herbergi. Núverandi eigendur hafa gert töluverðar endurbætur á húsinu. Í dag getur það rúmað allt að sextíu manns. Boðið er bæði upp á svefnpokapláss og uppbúin rúm. Einnig er boðið upp á frítt netsamband. Ekki er boðið upp á aðrar veitingar en morgunverð á Hvanneyri en í húsinu er eldunaraðstaða fyrir gesti sem vilja matreiða sjálfir. En það má líka benda á að á Siglufirði eru fyrirtaks veitingahús og hvork meira né minna en sex barir „Svo finnst okkur að fólk sem kemur til Siglufjarðar eigi endilega að prófa veitingahúsin hér. Í plássinu er líka sex barir – þannig að það er hægur vandi að fara á pöbbarölt á Siglufirði.“
Og það er vel þess virði að fylgjast með því hvað er á döfinni hjá Gistiheimilinu Hvanneyri á vefsíðunni www.hvanneyri.com þar sem hótelstýran Katrín Sif Andersen er með eitt og annað í bígerð í vetur, meðal annars heilsutengd námskeið.

www.hvanneyri.com


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga