Inni- og útilýsing Reykjafells h.f.
Inni- og útilýsing Reykjafells h.f.
Fagleg þjónusta í rafiðnaði

Reykjafell hf. var stofnað 16. janúar 1956 er rótgróið innflutnings- og heildsölufyrirtæki.  Síðastliðið vor sameinaðist Raflampar-lampagerð Reykjafelli h.f. og er í dag rekið undir nafni Reykjafells. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en útibúið Reykjafell-Raflampar er staðsett að Óseyri 4 á Akureyri. Á Akureyri eru 8 starfsmenn, Aðalsteinn Bergþórsson er rekstrarstjóri og Ívar Björnsson framleiðslustjóri. Með lampagerðinni hefur Reykjafell styrkt stöðu sína verulega.  Við erum vel í stakk búin til að hanna fleiri gerðir af lýsingabúnaði og halda áfram þeirri frábæru framleiðslu sem fyrir var.  Einnig tökum við að okkur sérsmíði fyrir viðskiptavini, sé þess óskað. Í gegnum árin hafa vörur lampagerðarinnar náð að skapa sér gott orðspor og áreiðanleika á markaðnum. Reykjafell flytur inn lýsingabúnað frá þekktum erlendum framleiðendum og framleiðir sífellt fleiri  vörulínur. Breiddin er því afar mikil eða allt frá einföldum lampastæðum að stórum lýsingakerfum.  Sem dæmi um tvö af okkar stærstu verkefnum má nefna lýsinguna í Háskólann í Reykjavík og í glerhjúp Hörpu tónlistarhúss. Við erum mjög stolt af framleiðslunni okkar og getum boðið upp á innilampa jafnt á vegg eða á loft,  utanáliggjandi og innfellda útilampa, úti-stauralampa, iðnaðar-/skrifstofulýsingu og svo kappalampa fyrir óbeina lýsingu, hvort sem heldur dimmanlega eða ódimmanlega.  Hönnun og efnisval tekur mið að því að hámarka líftíma okkar vöru þar sem veðrun er mikil.  Hjá Reykjafelli ættu flestir að geta fundið lýsingu við sitt hæfi.Stefna Reykjafells er að halda framleiðslunni áfram á fullum styrk og fara í frekari þróunarvinnu með næstu kynslóðir af lýsingabúnaði, en tískustraumar og tækni tilheyra síbreytilegu umhverfi sem þarf að aðlagast í sífellu.  Þess má geta að Rafkaup er eini söluaðili íslensku framleiðslunnar á Reykjavíkursvæðinu.

www.reykjafell.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga