Greinasafni: Hótel og gisting
Gistiheimilið Súlur - Heimili að heiman
Gistiheimilið Súlur
Heimili að heiman

Það getur oft verið kostur að vera sjálfs sín herra á ferðalögum um landið. Geta komið og farið að vild, séð um sinn eigin mat og skapað sér heimilislegt andrúmsloft. Þetta á ekki síst við þegar ferðast er með börn sem þurfa sína rútínu. Gistiheimilið Súlur að Þórunnarstræti 93 á Akureyri er einn slíkur kostur.  Opið allt árið með pláss fyrir allt að tuttugu á tveimur hæðum. Húsið að Þórunnarstræti er virðulegt og reisulegt íbúðarhús, byggt árið 1947. Það var svo árið 1992 sem Lára Ellingsen og hennar fjölskylda kaupa það og taka við rekstri gistiheiimilis sem rekið var á miðhæð og í kjallara hússins. Í dag rekur Lára gistiheimilið ásamt dóttur sinni.

Góð aðstaða fyrir fjölskyldur
jafn og ferðamenn

Á hvorri hæð eru fjögur herbergi, eins til fjögurra manna sem hægt er að fá hvort heldur sem er uppábúin eða fyrir svefnpokagistingu. Í hverju herbergi eru sjónvarp og nettenging. Einnig er eldhús og baðherbergi á báðum hæðum og eru eldhúsin vel búin með eldavél og ísskáp, auk allra áhalda til matargerðar, pottum og pönnum, skálum, bökkum og hnífapörum. Míkró-ofn er í eldhúsinu á hæðinni en ekki í kjallaranum. Í húsinu er góð þvottaaðstaða sem gestir hafa aðgang að. Súlur rúma alls 22 í gistingu, auk þess sem hægt er að fá lánað barnarúm þar. Húsið er því tilvalið fyrir stórfjölskyldur sem ferðast saman og vilja koma sér upp notalegum, hreinum og snyrtilegum heimilisaðstæðum á ferðalaginu. Einnig er hægt að leigja aðra hæðina – eða þá bara gistingu fyrir einn, ef svo ber undir. Það skal líka tekið fram að bílastæði eru við húsið.


Vel staðsett í hjarta bæjarins
Á Súlum er ekki boðið upp á morgunmat en á næsta horni er kjörbúð sem opin er til 23.00 á kvöldin og því hæg heimatökin að sjá um sinn eigin morgunmat sem og aðrar máltíðir. Gistiheimilið er ákaflega vel staðsett efst í Listagilinu. Stutt er í sundlaugina og aðeins tíu mínútna gangur niður í miðbæ. Húsið er ákaflega notalegt og andrúmsloftið afslappað. Besta lýsingin á gistiheimilinu væri líklega: Rólegt, hreint og heimilislegt.

www.sulurguesthouse.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga