Hugvit og Hönnun
Hugvit og Hönnun
Land og Saga hóf hóf útgáfu á blaðinu Land og Saga árið 2007. Markmiðið var að fjalla um byggingar, hönnun og skipulagsmál, auk orkumála. Allar götur síðan hafa þessir málaflokkar verið uppistaða blaðsins sem hefur komið út nokkuð óreglulega. Ástæða þess ætti að vera nokkuð augljós vegna þess að eftir bankahrunið 2008 varð næstum alger stöðnun á byggingamarkaði. Hætt var við byggingar á reitum sem höfðu verið skipulagðir, byggingar stóðu hálf- og ókláraðar í mörgum hverfum og byggingahönnuðir urðu margir hverjir verkefnalausir.
En menn hætta ekki að hugsa og skapa. Í kreppu felast sóknarfæri og það hafa fjölmargir nýtt sér. Sumir hafa sótt snúið sér að verkefnum erlendis og aðrir hafa endurskipupulagt starfsemi sína. Svo eru þeir sem hafa nýtt tíma frá hruni til að velta fyrir sér framtíðinni og þá ekki síst með tilliti til umhverfisvænna þátta. Þangað hefur stefnan verið sett. Það má því segja að marg gott hafi búið i kreppunni þótt vissulega hafi hún verið mörgum erfið. Við hjá Landi og Sögu höfum einnig nýtt þennan tíma til að endurskoða okkar útgáfu og gefum því Land og Sögu – sem hefur haft undirtitilinn Byggingar og Skipulag – núna út í síðasta sinn undir þessum formerkjum. Í framtíðinni er markmiðið er að gefa út fjölbreytt, skemmtilegt og áhugavert blað sem höfðar til bæði karl og kvenna. Framvegis munum við gefa blaðið út mánaðarlega undir heitinu Hugvit og Hönnun. Skipulag svæða og sveitarfélaga, hönnun bygginga og orkumál verða áfram ríkur þáttur i blaðinu. Við munum segja frá þeim tækifærum sem skapast hafa á krepputímum og því hugviti sem nýtt hefur verið til að nema nýjar lendur og leggja drög að betri heimi með heilsusalegri lifnaðarháttum og umhverfisvænni markmiðum. Það leiðir því af sjálfu sér að við munum fylgjast náið með því sem er að gerast í umhverfismálum.
Auk þessa byggjast efnistök á því sem er að gerast í bílaiðnaðinum, einkum hver þróunin er á rafbílamarkaðinum. Heimili og arkitektúr skipa stóran sess í baðinu, auk þess sem við munum fylgjast vel með því sem er að gerast í ferðaþjónustu, bæði hérlendis og erlendis.
Við munum fjalla um heilsu og mataræði með áherslu á allt sem bætir lífsstíl okkar og liðan. Ennfremur þá hönnun og handverk sem fram fer á heimilum landsins í formi prjóna- og saumaskapar. Það hefur alla tíð þótt sjálfsagt að konur á Íslandi væru skapandi án þess að því hafi verið gaumur gefinn en um tíma var eins og við hefðum gleymt þeirri hefð. Á krepputímum hefur hinn íslenski myndarskapur hins vegar öðlast endurnýjun lífdaga eins og sést best á þeim fjölda hannyrða- og garnverslana sem sprottið hafa upp. Hvers kyns menning og listsköpun verður til umfjöllunar í Hugviti og Hönnun. Nú þegar má sjá upptaktinn að því sem verða vill í hinu nýja blaði.

Við hjá Landi og Sögu þökkum viðtökurnar á því blaði sem kemur nú út í síðasta sinn og hlökkum til að færa ykkur Hugvit og Hönnun.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga